Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 17
Warms getur sagt um hann hvað hann vill, en þetta er nú svona.“ „Loftskeyti til New Orleans!" sagði nú herramaður nokkur frarnan við afgreiðsluopið. Rogers þekkti strax milljónamæringinn Banbury, hann talaði hátt og skipandi. Rogers rétti honum eyðublaðahefti. „Gjörið svo vel að skrifa þetta fyrir mig,“ sagði Banbury, „Eg hef farið úr liði í leikfiminni." Rogers kinkaði kolli og tók við heftinu. „Wanamaker, Orleans, Post Office Box 2248,“ las Banbury fyrir. „Hafið þér það?“ „Já, Sir,“ svaraði loftskeytamaðurinn án þess að líta upp. „Kaupið fyrir mig Davis-tóbaksframleiðslufyrirtækið. Banbury,“ hélt kaupsýslumaðurinn áfram. Rogers rétti Banbury heftið til undirskriftar og hann setti eitthvað merki á blaðið. „Hvenær verður skeytið komið til viðtakanda?“ Loftskeytamaðurinn leit á klukkuna. „Eftir um það bil tvo klukku- tíma," svaraði hann. Banbury fleygði nokkrum dollurum á borðið í afgreiðslulúgunni og gekk burt með höndur í vösum. „Banbury milljóneri kaupir Davis-hlutabréf,“ sagði Maki íhugandi á svipinn. „Heldurðu ekki. að ég ætti að kaupa tvö hlutabréf fyrir síð- ustu útborgun af kaupinu mínu?“ „Bull! Á morgun getur hann selt þau, og þá ert þú heilum mánaðar- launum fátækari. Hver veit hvaða gróðabrall þessi Banbury hefur í huga.“ „Þú veizt ekki, hvað ég sá í gær,“ sagði Maki og hló við. „í gærkvöldi horfði ég á Banbury dansa við Mabel. Falleg stúlka þessi Mabel Davis. Hún hefur alveg dásamleg augu! Mér kæmi ekki á óvart, þótt nú yrði slegið nýtt met í trúlofunum á Morro Castle. — Jæja, gott og vel. Eg kaupi mér tvö Davis-hlutabréf. Það, sem maður hefur, hefur maður!“ „Jæja, þú um það,“ tautaði Rogers. „Mín vegna getur þú kastað pen- ingum þínum á glæ, úr því þú vilt ekki þýðast góð ráð.“ WARMS, FYRSTI STÝRIMAÐUR. Wilmott skipstjóri gekk hægum, þungum skrefum niður stigann, sem lá upp á stjórnpallinn. Þegar hann var í þann veginn að ljúka upp Nýtt S O S 17

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.