Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 15
„Hvað eruð þér að hafast að hérna niðri?'1 lnópaði yfirvélstjórinn. Alagna horfði nokkrar sekúndur á Abott og augun, undir svörtum brúnum hans skutu gneistum. Þá snéri hann sér að skipstjóranum, rétt eins og Abott væri ekki til staðar.. „Hann var vinur minn. Þér hafið víst ekkert við það að athuga, Sir?“ „Hér niðri ræður Mr. Abott,“ svaraði Wilmott. „Yfirvélstjórinn hefur kvartað yfir afskiptasemi yðar.“ „Vinur minn hefur hrapað vegna ofþreytu," sagði Alagna og var a.ll- æstur. „Hann hefur vakað samfleytt tvo sólarhringa. Hvers vegna hafið þér vanrækt að láta fagmenn gera við þessa bilun?“ „Þar mun nú vera komið inn á verksvið Mr. Abotts,“ svaraði Wil- mott. „Ef Mr. Abott þrælkar sína undirmenn, þá kenrur það líka skipstjór- anum við!" svaraði Alagna. „Haldið þér kjafti!" svaraði Wilmott, sem nú hafði misst stjórn á skapi sínu. „Þér eruð hér um borð sem loftskeytamaður, en ekki neinn fulltrúi vélamanna. Eg mun tilkynna agabrot yðar þegar við komum til New York. Hafi nokkur maður staðið á rétti starfsliðsins á skipinu, þá er það ég!“ „Vissulega, skipstjóri.“ Loftskeytamaðurinn, sem hafði beygt sig yfir hinn látna, stóð nú uppréttur og höfði hærri en skipstjórinn. „Þess vegna berum við líka allir fullt traust til yðar, herra skipstjóri. \rið virðurn yður eins og góðan föður. Þess vegna segi ég yður afdráttarlaust sannleikann um Mr. Abott." „Það er ekki yðar hlutverk, Mr. Alagna. Með því brjótið þér á móti skipsreglunum. Það get ég ekki þolað. Farið tafarlaust á yðar vinnustað. Þér hafið ekkert að gera f vélarúminu!" Alagna gekk fram hjá skipstjóranum án frekari orða og þaut upp brattan stigann. „Þér verðið að hafa vakandi auga á Alagna, skipstjóri!" sagði Mr. Abott um leið og skipstjórinn fór. George Rogers, fyrsti loftskeytamaður á Morro Castle, leit íhugandi á stóra almanakið, sem stóð á vinnuborðinu hans. „Miðvikudagur, 5. september 1934“ las hann og gerði athuganir sín- ar um leið með blýanti. „Ef maður þyrfti nú ekki annað en rífa nokkra daga af almanakinu og svo væru þeir liðnir,“ sagði hann og beindi máli sínu til C-harles Maki, sem var þriðji loftskeytamaður á Morro Castle. Nýtt S O S 15

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.