Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 13

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 13
Bændur falla fyrir markaðnum vertíðinni og þegar fyrir 1890 varð Ijóst að blautfiskverslunin — versl- un með óverkaðan fisk — hafði öðl- ast varanlegan sess í viðskiptum Djúpmanna. Enn köllum við Þjóð- viljann til vitnis: Nú eru þegar liðin tvö góð fiskiár, en enn þá streymir fjöldi manna, einkum við útdjúpið, með afla sinn blautan til kaupmanna; og nú eru skoðanir líka teknar að skiptast um skaðsemi þessarar verslunar; þær raddir heyrast nú, að það sé miklu heldur búhnykk- ur en hitt að láta fiskinn blaut- an... Vér getum nefnt ekki svo fáa menn, sem t.a.m. í fyrra vetur öfl- uðu eins vel og sumir betur en í góðu árunum áður en blautfisk- verslunin liófst; þá gátu þessir hinir sömu saltað allan afla sinn, en nú þykjast þeir verða að láta mestallt blautt. Hverju sætir þetta?'* Þessi nýbreytni markaði endalok kauptíðaverslunarinnar á verslunar- svæði ísafjarðar og þar við má setja þáttaskil. í stað kauptíðaverslunar- innar kom nútímalegri verslunar- máti sem fól í sér þá breytingu að viðskipti stóðu allt árið og kaup- menn tóku að sér drjúgan hluta af fiskverkuninni. I rimmu kaupfélagsmanna, í nafni útvegsbænda, og kaupmanna um verslunina við Djúp á seinustu arum aldarinnar var blautfiskversl- unin helsti ásteytingarsteinninn. Starf kaupfélagsins snerist æ meir upp í vörn gegn nýmælunum enda stríddu þau gegn rótgrónum venjum bænda í viðskiptum við verslanir. Blautfiskverslunin var afdrifarík breyting frá tímabundnu markaðs- lialdi því nú sóttust verslanir eftir sjavarafla á öllum tímum árs og selj- endur gátu boðið fiskinn á ýmsum verkunarstigum. Viðskiptavinirnir fengu þar með greiðari aðgang að versluninni og kaupmenn tóku uteiri þátt í úrvinnslu og flutningum a framleiðslunni. Kaupmennirnir Satu líka annað mun meiri viðskipt- um og ( leiðinni margfölduðu þeir bórf sína fyrir vinnuafl. óegar leið nær aldamótum, og lúnir nýju verslunarhættir höfðu fall- ,ð 1 fastar skorður, var því lýst með Eflir að blaulfiskuerkunin hófsl tóku fiskreilir að einkenna þétlbýli uið sjáuar- síðuna. Myndin er frá Isafirði í upphafi aldarinnar. undrunartón „að kauptíðin má miklu fremur teljast að vetrinum, en að sumrinu."5 Þetta stakk í augu manna sem vanist höfðu kauptíða- versluninni og miðað búskap sinn við hana. Gamlar venjur við við- skiptin voru þar með úr sögunni og framleiðslan í héraðinu tók stakka- skiptum. Verðstríð Með breytingunum á skipulagi verslunarinnar úreltust venjur kauptíðaviðskiptanna og nýtt verð- myndunarkerfi varð til. Nýtt tímabil hófst þar með í stormasömum við- skiptum útvegsmanna og kaup- manna. Verð á óverkuðum fiski varð helst að koma fram fyrir haustvertíð- ina eða í seinasta lagi fyrir vetrar- vertíðina. Tilkynningar verslana um blautfiskverð, frá því laust fyrir 1890, eru fyrstu dæmin um fisk- verðsákvarðanir í líkingu við þær sem nú eru deiluefni og þó var að- ferðin önnur. Verðmyndun var frjáls og yfirboð þóttu ekkert tiltökumál. Engu að síður gáfu kaupmenn oft upp í sameiningu verð sem þeir vildu halda fast við í lengstu lög. Þótt sumarkauptíðin hafi vikið sem eini verslunartíminn var sumar- ið áfram tími fjörugra viðskipta. Fram á þessa öld var kveðið upp verð á fullverkuðum fiski að sumr- inu, rétt eins og þegar kauptíða- verslunin stóð með blóma, því alltaf var nokkurt framboð á verkuðum fiski. Fljótlega upp úr 1890 fór að bera mikið á því að uppkvaðning verðs- ins dróst fram á sumarið, jafnvel fram undir haust þegar verst lét. Töf- in stafaði af því að eftir að blautfisk- verslunin hófst var enn mikilvægara en áður fyrir kaupmenn að fá örugg- ar fréttir af verðlagi á mörkuðum í Suður-Evrópu. Verðlag þar var ekki síst háð framboði á fiski frá þjóðun- um við norðanvert Atlantshaf. Útvegsmenn vildu alltaf miða blautfiskverðið við sumarverðið á verkuðum fiski því þeir þurftu að gera upp við sig hvert haust hvort þeir ættu að birgja sig upp af salti fyrir veturinn og verka sjálfir eða að selja blautt. Ef sumarverðið var lágt var eins víst að þeir misstu áhugann á blautfisksölu veturinn eftir. Fyrir kaupmenn var aldrei brýnna en áður að komast sem næst mark- aðsverðinu. Því biðu þeir fram á sumarið eftir fréttum frá Evrópu. Ef þeir freistuðust til að hafa verðið of hátt gat það þýtt að útvegsmenn krefðust þess að fá greitt fyrir óverk- SAGNIR 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.