Sagnir - 01.04.1988, Page 18

Sagnir - 01.04.1988, Page 18
Hrafnistuundrið gleymst. Árabátarnir voru dreifðir um allt landið, í verstöðvum og þétt- býlisstöðum, sem myndast höfðu á síðustu áratugum 19. aldar. Mikill meirihluti þeirra manna er sóttu sjó var á árabátum og á þá var megin- hluti aflans fenginn. Lengstum voru bændur eigendur bátanna og sam- kvæmt þeim kenningum sem ég legg tii grundvallar gat nútíma hag- kerfi ekki komist á fyrr en menn höfðu myndað sjálfstæða launa- vinnustétt í þéttbýli. Athugun á upp- hafi vélbátaútgerðar hlýtur því að byggjast á samfélagsgreiningu. Kenningar íslenskir sagnfræðingar hafa lengst- um haft hina mestu óbeit á kenning- um og öllum skýringum sem sverja sig í ætt við hagfræði eða félagsvís- indi. Þetta hefir m.a. haft í för með sér að útlendingar hafa tekið forystu í rannsóknum á íslenskri miðalda- sögu. Rannsóknir á íslandssögu síðustu alda hafa að mestu verið með hefðbundnu sniði, þó nokkrar ánægjulegar undantekningar séu til. Margar „þungar" bækur hafa verið gefnar út, þar sem greint hefir verið frá lífshlaupi einstakra manna í smáatriðum, birtar hafa verið heim- ildir um sögu tiltekinna bæja eða einhver atburðarás rakin frá upphafi til enda. Sagnfræðileg vitund hefir lengst af bundið sig við atburði stjórnmálalífsins; tímabilaskipting íslandssögunnar, eins og t.d. „Lands- höfðingjatímabilið", eru gott dæmi um þetta. Langtímaferli efnahags- og félagslífs hafa flestir sagn- fræðingar verið ófærir um að greina. Til þess að sagnfræðingar geti verið færir um að greina fortíðina og skilja kjarnann frá hisminu verða þeir að tileinka sér aðferðir félags- vísindanna. Aukinn áhugi á hag- og félagssögu er Ijós vottur þess að sagnfræðin er á leið útúr kreppunni. Við rannsóknir mínar á forsend- um og upphafi vélbátaútgerðar lagði ég fjórar kenningar til grund- vallar. 1. Kenningar Boserups um sam- spil fólksfjölda og tæknibreytinga:* Kenningin felur það í sér að fólks- fjöldi sé aflvaki tæknibreytinga og þar með samfélagsbreytinga. í hefð- bundnu landbúnaðarsamfélagi eigi sér ekki stað tæknibreytingar fyrr en fólksfjöldinn sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að framfleyta hon- um með hefðbundnum aðferðum. Tæknibreytingar eru þannig af- leiðingar offjölgunar í hefðbundnu samfélagi. Þessi kenning Boserups stangast algjörlega á við kenningu Malthusar, sem byggir á því að tæknibreytingar leiði til aukins fólksfjölda, þ.e. tæknibreytingarnar komi fyrst. 2. Kenningar Innis og North um margfeldiáhrif útflutnings.4 (Hér er í raun tveimur kenningum steypt saman í eina, annars vegar „the stable theory" og hins vegar „the ex- port base theory", en mismunur á þeim er smávægilegur og því eru þær teknar sem ein væri.) Kenning- in skýrir út hvernig ákveðin útflutn- ingsvara, sem er ríkjandi í efnahags- þróun ákveðins lands, hefir mis- munandi góð áhrif á efnahagsþró- unina eftir því hvert er samspil ólíkra áhrifaþátta einsog gæða vör- unnar, stöðu hennar á erlendum mörkuðum, flutningskostnaði, tækni- þróun og verðlagsþróun. Ef útflutn- ingur vörunnar tekst vel hefir hann margfeldiáhrif í landinu sem hún er upprunnin í og þar byggist upp iðn- aður og þjónusta. Atvinnulífið mót- ast einnig af dreifingu tekna af út- flutningi og hvernig skipulagi og eignaformi útflutningsgreinarinnar er hagað. 3. Kenningar Marx um forsend- ur iðnbyltingar:5 Grunnforsendu kapítalískrar þróunar taldi Marx vera tilvist launavinnuafls. Hérverð- ur ekki nánar farið út í þá sálma heldur athyglinni beint að hlutverki kaupmannakapítalsins í iðnbylting- unni. Marx taldi það vera sögulegt hlutverk kaupmannakapítals að skapa skilyrði fyrir kapítalískri þróun. Kaupmannakapítalið var, að áliti Marx, ófært um að skapa kapítal- isma. Það undirbjó hins vegar jarð- veginn og þjónaði síðan iðnaðar- kapítalinu með því m.a. að selja framleiðsluna. Marx nefnir fjölda sögulegra dæma þessu til stuðnings og sýnir hvernig kapítalið geti skipt um hlutverk en þau hlutverk geti ekki breytt gömlum framleiðsluað- ferðum. 4. Kenning Gerschenkron um sögulega síðþróun:6 Gerschenkron taldi, einsog Marx, tilvist launa- vinnuafls vera forsendu kapítalískr- ar þróunar og tæknibreytingar afl- gjafa hennar. Hann benti á að þegar Opinrt uélbátur frá árinu 1906. Suipaður að gerð og uélbátar íslendinga uoru á þessum árum. Sjómaður stendur uið uélarhlífina aftur á bátnum. 14 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.