Sagnir - 01.04.1988, Page 19

Sagnir - 01.04.1988, Page 19
Hrafnistuundrið tæknibreytingar eru örar og eftir því sem land iðnvæðist síðár þeim mun fullkomnari tækni muni einkenna iðnvæðingu þess. Því fulkomnari sem tæknin er þeim mun dýrari verður hún og því eykst fjármagns- kostnaðurinn í hlutfalli við vinnu- aflskostnaðinn. Þannig verður iðn- væðing dýrari eftir því sem hún fer seinna af stað en því til mótvægis kemur nýjasta tækni og mest fram- leiðni. Eftir því sem tækni verður dýrari verður erfiðara að fjármagna hana. Gerschenkron skipti löndum í þrjá flokka eftir því hvernig fjár- mögnun var hagað: í fyrsta flokkn- um voru lönd þar sem aðallega var um sjálffjármögnun að ræða, í öðr- um flokknum var bankafjármagn leiðandi ásamt einhverri sjálffjár- mögnun og loks komu þau lönd þar sem iðnvæðing var það dýr að ríkis- afskipi þurfti til. Samfélagið Landbúnaður, eða réttara sagt kvik- fjárrækt, var lengstum aðalatvinnu- Vegur landsmanna en auk þess sóttu menn sjó á þeim árstíma er landbúnaðarstörf voru ekki aðkall- andi. Einungis þeir sem bjuggu á •ögbýlum máttu eiga bát og því urðu vinnufólk og tómthúsmenn að róa á Lóndans bát.7 Ekki var um það að rseða að sjávarútvegur væri sjálf- stæð atvinnugrein, strangar samfé- •agslegar hömlur spornuðu gegn myndun þéttbýlis og lausamennsku. Samfélagsgerðin var tryggilega geir- negld, hver átti sinn stað og allt var 1 föstum skorðum. Um miðja 19. öld var kerfið komið að fótum fram; hið hefðbundna bændasamfélag rúm- aði ekki lengur þann fjölda sem í því bjó. Fólksfjöldinn sprengdi af sér kerfið og í kjölfarið komu tækni- hreytingar, sem leiddu af sér nýtt hyggðamunstur og nýjar atvinnu- greinar, þ.e. nýtt samfélag. Fjölskyldubúskapur var aðalein- henni bændasamfélagsins, vinnu- fólkið féll undir húsaga og með vist- arskyldu var því tryggð örugg vinna °g skjól allt árið. í vinnumennsku áhu menn að læra að verða bændur, þ e. temja sér góða siði, sparsemi, öugnað, forsjálni o.þ.h. og ef þeim vegnaði vel urðu þeir bændur með tíð og tíma. Vistarbandið var þannig frekar félagslegt en efnahagslegt atr- iði, a.m.k. í augum bænda. Á þessu varð þó breyting er fólksfjöldinn var að sprengja af sér kerfið á síðustu áratugum 19. aldarinnar.8 Bændasamfélagið var ekki kapítal- ískt, hugmyndafræði þess bauð ekki uppá slíkt. Bændur miða fyrst og fremst við að uppfylla ákveðnar neysluþarfir sínar, og hafa engan beinan mælikvarða á það hversu mikla vinnu þeir leggja í að uppfylla þessar þarfir. Þeir geta því ekki reiknað út einsog kapítalistar hvað þeir fái út úr vinnu sinni eða annarra á búinu og því verður gróðahugtakið, sem kapítalistinn leggur til grundvallar, merkingar- laust fyrir bóndann.9 Efnisleg gæði eru ekki markmið í sjálfu sér, þau eru hins vegar nauð- synleg til að varðveita ákveðna fé- lagslega stöðu. Efnahagskerfið er þannig kerfi félagslegra tengsla frek- ar en efnislegra gæða, sbr. viðhorf manna til vistarskyldunnar. Tómthúsmenn og lausamenn höfðu lengi verið bændasamfélag- inu þyrnir í augum og er sífellt fjölg- aði fólki, sem ekki átti sér afkomu- möguleika í sveitinni og flutti því á mölina þar sem það eygði einhverja von, var mælirinn fullur. ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að sporna gegn þessari þ.ó.jn en einsog vitað er þá báru þær ekki árangur. Alþingi íslendinga, með bændur í broddi fylkingar, gat ekki komið í veg fyrir aukinn fólksfjölda, sbr. tilraun til að takmarka öreigagiftingar, en það gat reynt að takmarka aðgang þessa fólks að fiskimiðunum og 1877 voru samþykkt lög er heimiluðu einstök- um héruðum að setja nánari reglur um fiskveiðar róðrarbáta.10 Sam- kvæmt lögunum var hægt að ákveða; hvaða veiðarfæri og beitu mætti nota, hvar og á hvaða árstíma, hvort veiðarfærin lægju í sjó yfir nótt, hve- nær róður skyldi hefjast á morgnana o.þ.h. Reglur, samkvæmt þessum lögum, voru settar fyrir flestar ver- stöðvar landsins og ollu þéttbýlinu og íbúum þess tvímælalaust tjóni, en með þessum aðgerðum ætluðu Sjómaðurí fullum skrúða um aldamótin 1900. bændur sér að koma í veg fyrir að þéttbýli efldist og menn gætu haft sjávarútveg sem aðalatvinnuveg. Þeir sáu framá að samfélagsgerðin var að hruni komin og allt var lagt undir til að viðhalda því sem var. Það skýtur því nokkuð skökku við, að á sama tíma var Alþingi sífellt að mæla með nýjum verslunarstöðum, því aukin verslun var að mestu til- komin vegna aukinnar útgerðar. Hvort bændur hafi talið sig geta haft stjórn á þróuninni og viðhaldið yfirráðum yfir sjávarútveginum er óljóst, hins vegar er ljóst að fast- heldni þeirra á forna hugmynda- fræði dæmdi þá úr leik. Áhættu- hræðsla er hugtak sem notað hefir verið til að skýra hvers vegna menn SAGNIR 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.