Sagnir - 01.04.1988, Page 28

Sagnir - 01.04.1988, Page 28
Ihaldssemi: Böl eða blessun? inlegt íslandi og Færeyjum, að fisk- veiðar skiptu ekki höfuðmáli fyrir lífsafkomu þjóðanna. En í N-Noregi og á Nýfundnalandi voru fiskveiðar aðalatvinnugreinin og það sem mestu máli skipti fyrir lífsafkomu íbúa þessara landa. Bændastéttin réð kyrrstöðu sam- félaganna í Færeyjum og íslandi, en kaupmennirnir á Nýfundnalandi og N-Noregi. Það var lífsspursmál fyrir íbúa Nýfundnalands og N-Noregs ef fiskveiðar brugðust, auk þess sem þeir voru háðari verðsveiflum er- lendis. Verðsveiflna gætti einnig á íslandi og í Færeyjum, en það er lík- legt að þær hafi ekki bitnað eins hart á þeim og á íbúum hinna land- anna. Skorturinn á menningarlegri uppbyggingu Nýfundnalands varð þess valdandi, ásamt arðráni er- lendra kaupmanna, að Nýfundna- land hefur átt við vanþróun að stríða allt fram á okkar daga. ísland og Færeyjar voru gamalgróin bændasamfélög með eigin menn- ingu sem stóð föstum fótum og það á reyndar líka við um N-Noreg, að vissu marki. Samt virðist menning samfélaganna á íslandi og í Færeyj- um ekki hafa orðið fyrir tjóni af vondum verslunarháttum einokun- arinnar, þótt þeir hafi vafalaust vald- ið þessum samfélögum umtalsverðu efnahagslegu tjóni. Það ber að hafa í huga að ísland og Færeyjar stóðu betur að vígi sökum þess að bænd- ur sáu til þess, að nóg væri af ódýru vinnuafli, auk þess sem íslenskar Tilvísanir 1 Sider, Gerald M.: „The ties that bind: Culture and agriculture, property and propriety in the Newfoundland village fishery". Social History 5. London 1980, 3. 2 Sider, Gerald M, 6. 3 Brox, Ottar: Newfoundland Fisher- men in the Age of Industry, (New- foundland Social and Economic Stu- dies No. 9), Nýfundnaland 1972, 3; Sider, Gerald M., 18-19. 4 Brox, Ottar, 2. 5 Brox, Ottar, 3. 6 Degn, Anton: Oersigt ouer Fiskeriet og Monopolhandelen paa Fœroerne 1709-1856. Torsh. 1929, 1. 7 Paturson, ErJendur: Fiskiueiöi-Fiski verkunaraðferðir á fiski sköpuðu dýrari vöru en t.d. í N-Noregi. Land- búnaðurinn á íslandi útvegaði gnótt vinnuafls til fiskverkunar sem starf- að gat við seinvirka (og verðmætari) fiskvinnslu að vetrarlagi.22 í N-Noregi var reynt að koma því svo fyrir að fiskimennirnir yrðu kaupmönnum háðir, líkt og á Ný- fundnalandi. Það var ekki hægt að kreppa eins að bændasamfélögun- um í Færeyjum og á íslandi, fyrr en búðseta var fyrir hendi og til varð al- þýðustétt sem treysti alfarið á hafið. Þetta hafði þau áhrif að á íslandi og í Færeyjum héldust menningarleg einkenni bændasamfélaganna. Eitt áttu þó öll þessi samfélög sammerkt, en það var hin ríkjandi andstaða við breytingar, eða öllu heldur hræðslan við röskun lifnað- arhátta sem tíðkast höfðu frá alda öðli. Eitt er sammerkt íslandi og N- Noregi; þar gengu hungursneyðir yfir og virðist samfélögunum hafa verið jafnhætt við þeim, hvort sem þau byggðu aðallega á landbúnaði eða fiskveiðum. Þegar litið er á sögu þessara landa stendur eftir, að ann- arsvegar voru Færeyjar og ísland, með sterka bændastétt og litlar fisk- veiðar. í þessum samfélögum ríkja sterkar hefðir menningar- og tækni- legrar íhaldssemi sem leiddu til vanþróunar og framfaraleysis. Hins- vegar voru samfélögin á Nýfundna- landi og í N-Noregi, sem urðu ver- stöðvar undir sterkum áhrifum kaupmanna. í þessum samfélögum menn 1850-1939. Torsh, án útgáfu árs, 3. 8 Degn, Anton, 1-2. 9 Degn, Anton, 3. 10 Gísli Gunnarsson: Upp er hoðið ísa land. Einokunaruerslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Rv. 1987, 22. 11 Degn, Anton, 6-9; Paturson, Erlend- ur, 15-16. 12 Ólafur Stefánsson: „Um jafnvægi bjargraeðisveganna á íslandi". Rit Lærdómslistafélagsins 7. Kh. 1787, 154-160. 13 Paturson, Erlendur, 13-15. 14 Paturson, Erlendur, 19. 15 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isa- land, 250-255. er landbúnaður lítill og fiskveiðarn- ar undirstaða lífsins. Og ef litið er á Nýfundnaland eitt sér, ríkti þar menningarleg upplausn sem háð hefur þróun landsins allt fram á okkar daga. Það er líklegt að ef ekki hefði ver- ið spornað við fiskveiðum, búðsetu og vetursetu erlendra kaupmanna á íslandi, að þá hefði ísland einnig breyst í verstöðvasamfélag og orðið fyrir verulegum erlendum áhrifum, tapað menningu sinni og tungu. Þess í stað varð þróunin sú að er- lendir „athafnamenn" tóku sér ekki bólfestu á íslandi fyrr en upp var risin sterk þjóðerniskennd sem var þess megnug að sporna gegn erlend- um áhrifum á tungu og menningu. Einokunarverslunin varð til að halda aftur af slíkri þróun og því ís- lendingum til góðs hvað varðar við- hald íslenskrar menningar. Það verður þó að líta á að þetta kostaði fórnir fyrir þá íslendinga sem lifðu hörmungartíma 17. og 18. aldar. Því hafa síðari kynslóðir getað státað af merkri menningu og tungu, auk þess sem landið hefur verið þess megnugt að byggja upp sterkt at- vinnulíf. Þetta hefur ekki tekist hjá hinu gamla verstöðvasamfélagi Ný- fundnalandi, sem þoldi kúgun er- lendra kaupmanna allt frá upphafi. Það verður því ekki annað séð en einokunarverslunin hafi, ásamt ís- lenska bændaíhaldinu, átt megin- þátt í að viðhalda og hlúa að hinni íslensku menningu. 16 Kiil, Alf: „Nordlandshandelen i det 17. árhundre", Bilag til Haalöyg- rninne 1935. Sverkmo 1935, 4-6. 17 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísa- land, 55. 18 Gísli Gunnarsson: „Þættir úr verslun arsögu íslands og Norður-Noregs fyr- ir 1800". Saga, tímarit Sögufélagsins 23. Rv. 1985, 216-217. 19 Kiil, Alf, 32-33. 20 Kiil Alf, 28-29. 21 Gísli Gunnarsson: „Þættir úr verslun- arsögu...", 216-18. 22 Gísli Gunnarsson: „Þættir úrverslun- arsögu...1', 213. 24 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.