Sagnir - 01.04.1988, Side 33

Sagnir - 01.04.1988, Side 33
Þorlákur A. Jónsson Bændaverslun um miðja 19. öld Hvaða máli skipti verslun ís- lenska bændur um miðja síðustu öld? Stunduðu þeir sjálfsþurftarbúskap eða byggðist af- koma þeirra á vöruskiptum við kaupmenn? Var einhver munur á þessu eftir því hvort bændurnir byggðu kot eða höfuðból? Svara við þessum spurningum var leitað í viðskiptamannabókum Jac- °bsensverslunar á Skagaströnd árin '^47 til 1855.' Þar eru viðskipti ein- stakra bænda við verslunina á hverju ar' ítarlega skráð; hver skeppa af korni og livert pund af kaffi sem bændurnir keyptu og hvert pund af u" sem þeir lögðu inn. Ekki kom til álita að athuga við- skipti allra bændanna á tímabilinu. "únaðarskýrslur eru til fyrir Húna- vatnssýslu árin 1847-1855 og gefa þær upplýsingar um bústærð ein- stakra bænda.2 Var því hægt að velja bændur eftir efnahag og fá þannig „þverskurð“ af samfélaginu. Fyrir valinu urðu tveir fátækir bænd- ur sem bjuggu á hjáleigum á Skaga- strönd, þeir Guðmundur Eiríksson í Kollugerði og Gísli Magnússon í Kurfi. Einnig þrír bændur, sem voru nálægt því að teljast meðalbændur miðað við sýsluna alla, þeir Krákur Jónsson í Steinárgerði, Guðmundur Guðmundsson á Móbergi og Ben- óní Jósepsson á Beinakeldu. Einn ríkur bóndi var atluigaður, Guð- mundur Arnljótsson á Guðlaugs- stöðum í austanverðri sýslunni. All- ir stunduðu bændurnir hefðbund- inn landbúnað með kúm, sauðfé og hrossum. Gísli í Kurfi átti þó árabát um tíma en ekki er að sjá að hinir bændurnir hafi stundað sjóinn. Skuldugir smábændur Eyrst var skuldastaða bændanna gagnvart versluninni athuguð. í ljós kom að skuldaverslun var almenn. Fátæku bændurnir tveir skulduðu að meðaltali 66 og 88% af meðal- innleggi á árunum 1847-1855. Sams- konar tölur fyrir millibændurna eru frá 21 og upp í 38%, en ríkasti bónd- inn skuldaði aðeins 4% af meðal- innlegginu þegar hann var á annað borð í skuld. Skuldir bændanna breyttust lítið frá einu ári til annars og vöruskiptin gengu sinn vana- gang.:i SAGNIR 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.