Sagnir - 01.04.1988, Side 35

Sagnir - 01.04.1988, Side 35
Bændaverslun um miðja 19. öld jarðar og þegar það var mest var það tal.svert meira en sem nam söluverði kotsins. Ef miðað er við verðmæti jarðanna var verslunin mikilvægust fyrir fátækasta bóndann, þar á eftir fyrir þann ríkasta og fór svo hlut- fallslega minnkandi. Áþekk niður- staða fékkst er umfang verslunar bændanna var borið saman við áœtlað framleiðsluverðmæti, nema hvað munur er þar minni milli þess efsta og neðsta. Gera má ráð fyrir að landskuld og leigur þessara bænda hafi numið 7-8% af verðmæti jarð- anna, þegar um slíkt hefur verið að ræða.8 Mikilvægi verslunar iyrir hún- vetnska bœndur um miðja 19. öld er ótvírœtt. Sláandi er að sá bændanna sem bjó á rýrasta landinu og hafði minnsta bústofninn þurfti mest á verslun að halda. Sjálfsþurftarbú- skapurinn var mestur hjá meðal- bændum. Efnaðri bændur höfðu meira af verslun að segja en meðal- bóndinn. Innfluttar hitaeiningar Komið hefur fram að innflutningur bændanna var að stærstum hluta korn og annar matur. Athuguð voru tengsl fæðuöflunar bændanna og verslunar. Með stuðningi af sömu heimildum og notaðar voru til að áætla framleiðsluverðmæti búanna mátti gera áætlun um framleiðslu þeirra á hitaeiningum. Einnig mátti finna út hversu margar hitaeiningar bændurnir seldu í kaupstað og - keyptu aftur. Allir bændurnir keyptu fleiri hita- einingar en þeir seldu. Matarinn- flutningur var meiri en matarútflutn- ingur. Að meðaltali voru um 20% af þeim hitaeiningum sem bændurnir höfðu til ráðstöfunar, eftir að við- skipti höfðu farið fram, innfluttar. Hjá fátækasta bóndanum, Guð- mundi í Kollugerði, voru þær þó Vs. Innfluttar landbúnaðarafurðir voru því um fimmtungur af fæðu bænda- fólks í Húnavatnssýslu um miðja síðustu öld. Vegna vöruskiptanna höfðu bændurnir fleiri hitaeiningar til ráðstöfunar á búum sínum en ella. Hrein „hitaeiningaviðbót" vegna verslunarinnar (úttekt að frádregnu innleggi) var þannig 11-15% miðað við þær hitaeiningar sem fyrir voru í búinu, nema efnaðasti bóndinn sem bætti aðeins 2% við sig og sá fátækasti sem bætti 27% við forðann. Þetta segir okkur að matarinnflutn- ingur skipti bændur máli í Húna- vatnssýslu um miðja síðustu öld. Fátækasti hluti bændastéttarinnar hefur haft um tvo kosti að velja: Að sækja sjóinn eins og Gísli í Kurfi eða flytja inn mat eins og Guðmund- ur í Kollugerði. Aukinn innflutningur og bættur hagur Með 19. aldar tækni voru mögu- leikarnir til hefðbundins landbún- aðar fullnýttir um miðja öldina. Hoepfnersverslun á Skagaströnd kringum 1913. Einar Blandon t.v.. Carl Hemmert t.h. $Sr f-'- H » * r. I * ; fM yjjf ;V “1 P ií BBGfl SAGNIR 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.