Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 47

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 47
pólitískt. Og það er ónejtanlegt að á þessum pólitísku fjölmiðlum, sem eru ýmist beint háðir eða í nánum tengslum við ákveðna stjórnmála- flokka gildir náttúrlega ákveðin söguskoðun. Henni er þó ekki beinlínis haldið að blaðamönnum, sem vinna þar, en þeir eru meðvit- aðir um hana og beita ósjálfrátt eins konar sjálfsskoðun, haga frétta- mennsku og skrifum að nokkru leyti í samræmi við þá söguskoðun, sem eigendur fjölmiðilsins aðhyllast. Þetta á líka við um svokallaða ó- háða fjölmiðla og reyndar er öll ís- lenska pressan háð íslenskum sjón- armiðum og íslenskri þjóðernis- hyggju. Sagan, kannski ekki sagn- fræðin beinlínis, spilar þannig inn í fréttamennsku hér þó að flestir og líklega allir blaðamenn nú til dags vilji alls ekki viðurkenna það og reyni að slíta sig lausa. Það er sá andi sem ríkir og það gildir jafnt um blaðamenn á pólitískum fjölmiðlum eins og aðra. Einar: Eg er alveg sammála Guð- jóni í því að ég held að allt starf á fjölmiðlum sé háð ákveðnu lífsvið- horfi eða skoðun á sögulegri fram- vindu. En ég held að bæði á blöðun- um sem telja sig standa á einhvern hátt fyrir utan þetta flokkspólitíska mynstur, og á hinum, sé töluvert iagt upp úr ákveðinni fréttamanns- hugmyndafræði og að draga skýr mörk, að afmarka þetta svið. Ég er sammála Guðjóni í því að ég held að það sé ákveðin söguskoðun ríkj- andi hvort sem menn vita af því eða ekki, þó þeir telji sig vera búnir að hrista af sér þann klafa. Sp~' Hvað heldur þú um það Oðinn, þarf að vera saga í fjölmiðli hl að hann sé bæði vinsæll og geti staðið sig í samkeppni? Oðinn: Ég hef unnið nokkuð marga sagnfræðilega þætti. Mér sýnist að litið sé á þetta sem þokka- lega traust kvöld- og helgarefni, við hliðina á bókmenntaumfjöllun ýmis konar. Töluvert er lagt upp úr því í dagskrárgerð að fá annað slagið söguleg prógrömm. Ég held að söguefni sé talið - kannski ekki við hhðina á því sem allra vinsælast er, fréttum eða öðru slíku - heldur svona traust efni og ég held að það sé yfirleitt töluverður metnaður lagður í það. Sp.: Mér datt í hug hvort að sagn- fræðin ætti einhvern sess í t.d. menn- ingarstefnu fjölmiðla yfirleitt. Oðinn: Ég held að Einar hafi eigin- lega svarað því áðan að það er nú ekki formúlerað. Einar: Ég held þessi hugmynda- fræði fréttamanna komi í staðinn fyrir það. Þessi hugmyndafræði er í þeirra huga mjög skýr og ákveðin. Þetta er hálfgert sjálfsvarnarstarf sem þeir eru að vinna. Þeir réttlæta sjálfa sig og það sem þeir eru að gera og allan miðilinn stundum, allt sem hann er að gera, með því að hlaupa í þetta skjól. Það kemur að verulegu leyti í staðinn fyrir þetta sem þið eruð að spyrja um. Ég held að sagnfræðin gegni hlutverki í þessu, ég held að þau rök eða hugmyndir sem eru tínd- ar þarna til séu skyldar hugmynda- fræði sagnfræðinnar. Gísli: En þetta eru bara hliðstæðar réttlætingar. Skilgreining á sögu og skilgreining á frétt eru sjálfsagt álíka flóknar en þær skarast ekki neitt. Þær eru alveg gjörólíkar. Guðjón: Krafan um hlutlægni er á báðum stöðum og ákveðin vinnu- brögð eru svipuð. Siðfræði blaða- manns er ekkert óáþekk siðfræði sagnfræðings sem vill vera heiðarleg- ur. Sagnfræði - fréttir. Hvað er frétt? Einar: Það veltur svolítið á út frá hvaða sjónarhorni maður talar um SAGNIR 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.