Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 54

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 54
Lýður Björnsson Sagnritun fyrir stofnanir og fyrirtæki Asíðari árum hefur færst mjög í vöxt, að fyrirtæki og stofnanir hafi látið skrá sögu sína og oft feng- ið sagnfræðinga til þess verks. Orsök þessa er vafalítið sú, að fyrirtækin eða stofnanirnar eru komnar á afmælisaldurinn og vilja minnast þess með einhverju móti. Auk þessa hafa margir forráðamanna ósvikinn áhuga á sagnfræði og þá að vonum meiri áhuga á „gömlu sagnfræðinni" en hinni nýju. Sagnfræðingur hlýtur að gera ráð fyrir því, að hann eigi að beita vinnubrögðum fræðigreinar sinnar, ef hann er fenginn til verks og annað er ekki tekið fram. Þetta virðist ekki öllum verkkaupum vera ljóst, a.m.k. ekki í fyrstu og raunar stundum þá fyrst, er verkið er komið vel á veg. Þessir verkkaupar virðast hafa haft í huga, að verkið skyldi unnið skv. forskriftum svonefndrar „blaðamannasagnfræði", og það þrátt fyrir að hafa ráðið sagnfræðing til þess. Ekki er heldur frítt við, að sumir iðkendur „blaðamannasagnfræði" hafi uppi áróður þess efnis, að sagnfræðingar riti ólæsilegar eða mjög leiðinlegar bækur og geta þá væntanlega fundið þessu einhvern stað. Ljóst er, að fjölmargir lesendur huga ekki svo mjög að vinnubrögðum og gera sér einnig ekki grein fyrir því, að sagnfræðingar leggja yfirleitt sömu mæli- stiku á verk, unnin skv. forskriftum „blaðamannasagn- fræði“, og verk annarra leikmanna í greininni í umsögn- um sínum. Víst er á hinn bóginn, að sagnfræðingar rétta ekki hlut greinar sinnar með því að tileinka sér í stórauknum mæli vinnubrögð „blaðamannasagnfræð- innar", en traust vinnubrögð, hlutlægni og að bæta meira kjöti á beinin gæti borið árangur. Það er ekki rétt um verktaka í sagnfræði, að verkefnavalið beri vott um óhlutlægni. Þeir taka flestir þau verkefni sem bjóðast til að geta lifað á sérgrein sinni. Svo er margt sinnið sem skinnið. Sumir blaðamenn hafa sent frá sér sagnrit í háum gæðaflokki, t.d. Jón heitinn Helgason ritstjóri. Sumir verkkaupar óska eftir því, að sagnfræðingurinn riti verkið og sjái um útgáfu þess að öllu leyti. Þetta er fýsilegur kostur. Forráðamenn eru yfirleitt fúsir til að lesa yfir uppkast af verkinu, gefa ábendingar og láta álit sitt í Ijós. Á móti vegur, að margir þessara manna eru mjög önnum kafnir, og vill yfirlestur því oft dragast. Æskilegast er, að æðstu yfirmenn taki þetta að sér, enda vilja þeir að vonum oft lesa yfir fullbúið handrit. Slíkt veldur drætti og getur orsakað breytingar á síðari stig- um verksins. Allalgengt er, að verkkaupar vilji fylgjast með fram- vindu verksins og sjá sem fyrst sýnilegan árangur starfsins. Þetta er eðlilegt, enda telja sumir þeirra sig hafa ástæðu til tortryggni. Undir slíkum kringumstæð- um getur verið heppilegt að sýna hvað unnið hefurverið eða að afhenda verkkaupa uppkast að ákveðnum köfl- um eða verkhluta og halda þessu áfram, uns farið er að slípa verkið. Með þessu vinnst tvennt, tortryggni minnk- ar eða hverfur og mikilsverðar ábendingar fást, ef verk- kaupi gefur sér tíma til að lesa uppkastið yfir, en verk- kaupar munu flestir allir af vilja gerðir til slíks. Þessi leið á sér þó einn annmarka. Verkkaupar gleyma því stundum, að hér er um uppkast að ræða og taka því að vonum öllu því, sem uppkastinu er ábótavant um, býsna alvarlega. Þetta kemur ekki að sök, ef verktaki verður þess var í tíma. Það er á hinn bóginn ekki tiyggt, og er þá hætta á leiðinlegum misskilningi. Það virðist seint vera ofbrýnt fyrir verkkaupa, að um uppkast er að ræða, ef þessi leið er valin. Hér hefur verið drepið á nokkur vandamál, sem upp kunna að koma, ef sagnfræðingur tekur að sér að rita sögu fyrirtækja eða stofnana, og er þetta gert aó beiðni ritnefndar Sagna. Ýmsu mætti bæta við. Sumir forráða- menn vilja leiða ágreining innan fyrirtækis eða stofnun- ar sem mest hjá, einkum ef um afmælisrit er að ræða, jafnvel þótt ágreiningurinn sé á margra vitorði. Þá er einnig oft verulegt umþenkingarefni, hverjir nefndir skuli til sögu og hverjir ekki. Hvorttveggja eru þetta al- þekkt vandamál í sagnritun fyrir aðra aðila. Verktaki getur á hinn bóginn komist í tæri við ýmislegt kynlegt, ef óeiningar eða tortryggni gætir meðal verkkaupa eða verkkaupi er hópur nokkurra sjálfstæðra og álíka áhrifa- mikilla aðila. Þá getur verið betra fyrir heilsuna að vera ekki mjög uppnæmur þó að menn telji sig veðra tylli- ástæður og tyllirök. Dvalið hefur verið að mestu við hinar dekkri hliðar í samskiptum verktaka og verkkaupa í þessari frásögn. Lesandi gæti því haldið, að samskipti þessara aðila um sagnritun einkenndust að mestu af alls konar vanda- málum. Sú mynd væri mjög röng, enda eru þessi sam- skipti a.m.k. jafnoft ánægjuleg og hitt, en ekki verður farið út í þá sálma hér. Þó skal þess getið, að forsvars- menn fyrirtækja og stofnana leggja yfirleitt metnað sinn í að gefa sögu síns fyrirtækis eða sinnar stofnunar sem myndarlegast út, og gleður þetta höfund hennar að sjálfsögðu. 50 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.