Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 55

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 55
Pórunn Va/dímarsdóttir Ævisagnaritun — ein aðferð til að vekja upp fortíðina / g var beðin um að leggja fram nokkrar hugsanir um ævisögur. Líklega vegna þess að ég er sagn- fræðingur, hef skráð eina minningabók, og er að berjast við að skrifa ævisögu átjándu aldar manns með sagnfræðilegum tilvísunum í heimildir. Ævisögur standa mitt á milli sagnfræði og bókmennta. Þær mega vera Ijóðrænar og nálgast málfar bókmennta, en þær verða að fjalla um ákveðið æviskeið og þeim er ætlað að fara nærri sannleikanum. Ævisaga greinir frá horfn- um tíma rétt eins og sagnfræðin gerir, en á meðan sagn- fræðin er ópersónuleg segir ævisagan frá fortíðinni eins og hún snýr að einstaklingum. Ég vil einkum gera það hlutverk ævisögunnar að tengja lesendur við liðinn tíma að umtalsefni hér. Ævisaga getur dýpkað sögulega skynjun lesenda jafnt sem sagnfræðings er skrásetur. hað stendur sumum sagnfræðingum nærri að skrifa niinningabækur eða stökkva aldir aftur í tíma og reyna að lýsa horfinni öld frá sjónarhóli einstaklings. Ef vel heppnast tekst að skilja eftir mynd af fortíðinni í huga lesanda sem ekki les sagnfræðirit. Og það hefur ekki lít- ið gildi! I víðasta skilningi er saga menning, og því áríðandi að fortíðarfræðingar velti vöngum yfir því hvernig auka aiegi áhuga fólks á fortíð. Sagnfræði skiptist í margar greinar, og eflaust má finna jafn margar aðferðir til að vekja áhuga á því liðna og beina fortíð inn í samtím- ann. Ævisagnaritun er ein slík aðferð. Vel má hugsa sér hagsögu fyrir almenning með mörgum kortum, línurit- u,n og myndum, fjölskyldusögu í aðlaðandi búningi, myndskreytta bókmenntasögu með vísun til almennrar sögu, og allrahanda sögu á myndböndum. Ahugi sumra og viðfangsefni beinist beint aftur í for- fíðina. Þetta á sérstaklega við um sagnfræðinga. Aðrir fást við svið úr menningu fortíðarinnar; það gera guð- fræðingar, listfræðingar, bókmenntafræðingar, þeir sem vinna við rannsóknir á málsögu, túlka sígilda fonlist, eða gera sögulegar kvikmyndir. Almenningur liefur ekki svo sterka forlíðarvitund, og ég vil kalla það jafnréttismál að framleiða sem mest af efni sem styrkir fortíðarvitund fjöldans. Til að mennta sem flesta. Það liefur óhemju mikið að segja fyrir menninguna að ein- hverjir uppvakningar úr fortíðinni nái að ganga lausir. Ahugaverðir uppvakningar sem skila túlkun nútímans á einhverju úr fortíðinni. Nasasjón af fortíð víkkar hugmyndaheim einstaklinga — þeirri hugarfarsbreytingu má líkja við byltinguna í myndlist á tímum endurreisnarinnar á Italíu þegar menn náðu að efla myndmálið með fjarvídd. Þeir sem öðlast nasasjón af fortíð ná að hugsa í fjarvídd. Muniði eftir sýn Macbeths í teiknimyndablaði Sígildra sagna? Yfir potti nornanna birtust kóngaraðir, að vísu hina leið- ina í tíma, fram.á við. Sá sem hefur nasasjón af fortíð sér, líkt og nornirnar þrjár við pottinn, aðra tíma í lands- lagi samtímans. Sá sem situr við pottinn er hæfari til að skilja hve menning er afstæð, og getur fyrir vikið notið lífsins betur bæði sem skapandi og þiggjandi menning- ar. Efist lesandi (fortíðarfræðingur) um þetta bið ég hann að skoða hug sinn —- finnur hann þar ekki víðar lendur, fjarvídd tímans? Getum við neitað því að bestu ritverk, myndverk og tónverk feli í sér sögulega þekk- ingu á sviði bókhugsunar, myndhugsunar, tónhugsun- ar? Svo augljóst er að menningin er eins og tré, með rætur langt aftur í aparassi, og að skilningur á því liðna er grundvöllur menningar. Því svíður undan spurning- unni: Hvernig má vekja upp fleiri og magnaðari drauga úr fortíðinni svo að samtíminn skynji betur sögulega fjarvídd? Auðmelt efni er vænlegast til að færa fólki fortíð. Auð- melt og ómerkilegt er engan veginn samheiti. Gömul tónlist og gömul myndlist eru sögulegt afþreyingarefni af bestu gerð — það rennur fyrirhafnarlaust inn í augu og eyru — og myndir og nótur eru frumheimildir, Ijúga ekki. En erfiðara er að koma öðrum þáttum úr týndu víddinni til skila, svo sem hugmyndasögu fortíðarinnar, réttarfari, stjórnmálum og aðbúnaði. En ekki er rétt- lætanlegt að sagnfræðingar sitji einir að sögunni. Það er jafn hlálegt og að einungis aðalsmenn eigi peninga. Því hlýtur að vera köllun fræðigreinarinnar að skila betri sögu betur til almennings, sumir fræðingar fáist við hreinar frumrannsóknir, aðrir leggi áherslu að að klæða söguna í búning sem vekur áhuga. Áhugi fólks vaknar frekar við lestur ævisagna en fræðirits vegna þess að ævisögur eru leikrænni, þær gera síður kröfu um sérþekkingu og fjalla um mannleg örlög er höfða til manna á öllum tímum. En sama er hvaða form fortíðarfræðingur notar til að flytja fortíð til almennings, hann þarf að átta sig á muninum á sögu- legri vitund sinni og sögulegri vitund almennings. Ég vil nú út á hálan ís —vil reyna að skýra áhuga á sögu með þvi að þreifa betur á hugtakinu söguleg vitund. SAGNIR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.