Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 56
Söguleg vitund sagnfræðings er allt önnur en al- mennings. Fræðimaðurinn er svo djúpt sokkinn í fortíð að lestur seigslítandi frumheimilda, línurita og fræði- greina veitir honum ánægju. Sarpurinn sér fyrir því. Lít- ið brot upplýsinga bregður nýrri birtu á þá fortíðarmynd sem sagnfræðingurinn hefur þegar í kollinum. En fræði- maðurinn var einu sinni óbreyttur ungur alþýðumaður og getur nálgast skilning á sögulegri vitund slíkra með því að rifja upp hvað kveikti áhuga hans á fortíðinni. Eitthvert auðmelt efni vakti áhuga okkar á sögu — svari hver fyrir sig. Áhugi minn vaknaði að hluta gegnum aug- un, við að sjá gamlar myndir og kvikmyndir um fortíð- ina, og við lestur sögulegra ævisagna. Ég las íslenskar þýðingar á ævisögum eftir Stephan Zweig um lögreglu- stjóra Napóleons Joseph Fouché, um Maríu Antoinette og Maríu Stúart og bók hans Undir ör/agastjörnum. Fjórar sögulegar smámyndir. Ég las einnig Ég Claudius eftir Robert Graves. Við lesturinn sá ég fortíðina fyrir mér. Þar liggur grunnurinn að sagnfræðiáliuga mínum, og sú nautn sem ég hef af skjalalestri í dag er af sömu rótum. Því reyni ég að skrifa lýsandi sagnfræði. Aðrir sagnfræðingar hafa sögulegan áhuga af öðrum toga, skrifa öðruvísi og eru til þess fallnir að reyna aðrar að- ferðir við að skrifa áhugaverða sögu. Margir sagnfræðingar velta fyrir sér hvernig auka megi áhuga á fortíðinni. Þessi hástemmda hugleiðing endar því á spurningu: Er hugsanlegt að við sagn- fræðingar skiljum betur það sem við er að glíma - vandann að vekja upp sögu — ef við rifjum upp hvernig áhugi okkar á sögu kviknaði? Getum við notað þekk- ingu okkar og verklag til að vinna sambærileg verkefni og þau sem vöktu áhuga okkar á sögu? Við verðum að laga söguna að því hundagelti heimsins sem heyrist nú. Friðrik G. Olgeirssor/ Nokkrir helstu erfiðleikar við ritun byggðasögu Sá sem þessar línur ritar hefur síðustu árin starfað í hlutastarfi við ritun sögu Ólafsfjarðar. Árið 1984 kom út fyrsta bindið: Hundrað ár í Horninu. Saga Ólafsfjarðar 1883-1944. Ráðgert er að tvö bindi komi út til viðbótar og er annað bindið væntanlegt um mitt þetta ár. Þegar ég er nú beðinn að segja frá þeim erfiðleikum sem á vegi byggðasöguritara verða koma mér í huga fleiri vandamál en hægt er að koma að í jafn stuttu svari sem þessu er ætlað að vera. Því hef ég valið hér aðeins örfá atriði sem mig langar að ræða um. Þeir erfiðleikar sem verða á vegi sagnfræðinga sem rannsaka og rita sögu byggðarlaga eru af margvíslegum toga. Ekki er fjarri að skipta þeim í tvennt til þess að auðvelda umfjöllunina. í fyrsta lagi má telja erfiðleika sem tengjast þeim aðila sem verkið lætur vinna; þeim kjörum sem sagnaritaranum eru boðin, aðstöðu hans, aðstoð og ekki síst hvort um aðalstarf er að ræða eða aðeins hlutastarf. í öðru lagi eru svo ýmis vandamál eða erfiðleikar sem ég vil kalla hér faglega erfiðleika. Lítum nánar á þessi atriði sem hér hafa verið nefnd. Án nokkurs vafa eru þau kjör sem sagnfræðingum hafa verið boðin við byggðasöguritun síðustu árin ákaf- lega mismunandi. Sumir hafa tekist þessi störf á hendur í fullu starfi en aðrir hafa unnið þau í hlutastarfi með annarri vinnu. í einstaka tilfellum kann báðum aðilum að reynast hagkvæmt að söguritunin sé unnin sem hluta- starf en til lengdar er ég hræddur um að slík ráðstöfun sé óheppileg og geti hæglega bitnað illilega á gæðum verksins, sérstaklega þegar um umfangsmikið ritverk er að ræða. Á sama hátt hefur aðstaða þeirra sagnfræð- inga sem við byggðasögurannsóknir hafa fengist verið mjög mismunandi. Sumir hafa fengið skrifstofuaðstöðu og ýmislegt annað það sem til vinnunnar þarf en aðrir hafa þurft að leggja sér allt til sjálfir. í flestum tilfellum hafa verið skipaðar nefndir sem ætlað hefur verið að starfa með sagnfræðingunum og vera milliliður milli þeirra og viðkomandi bæjarfélags. Sums staðar hafa nefndirnar staríað af miklum dugnaði að gagnasöfnun auk þess að vera sagnfræðingunum til halds og trausts og Ijósmyndasöfnun hefur líklega oft- ast að mestu verið í þeirra verkahring. í öðrum tilfellum hefur söguritarinn hins vegar þurft að vasast í öllu sjálfur. Dæmi um ötula og starfsama nefnd er nefnd sú sem skipuð var á Dalvík á sínum tíma. Hún vann mikið verk við heimildaöflun af ýmsum toga og útvegun Ijós- mynda var í hennar umsjá. Að sjálfsögðu auðvelduðu störf nefndarinnar sagnaritaranum mjög störfin en auk þess varð dugnaður hennar til þess að stofnað var skjalasafn á staðnum. Það gefur því auga leið að það er ákaflega mikilvægt að í byggðasögunefndir veljist þeir 52 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.