Sagnir - 01.04.1988, Page 59

Sagnir - 01.04.1988, Page 59
3BD C09029513 SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29. MARS 1961 SEÐLABANKI ÍSLANDS Arm Maguússou 1663-1730 v C0902951 3. Árni Magnússon hafði ekki trú á að uerslun á íslandi gœti aukist. féll úr hungri.6 Enda fór það svo að íbúar þessa lands og kaupmenn þeirra tóku að kvarta. Árið 1701 hélt Gottrúp lögmaður Islendinga á fund síns arfakóngs og herra og gerði honum grein fyrir ástandi mála í landinu. Kóngur tók erindinu vel. Þar með hófust opin- berar rökræður um gildi kaupsvæða- verslunar hér á landi. Eitt félag — allra coeina bót Gottrúp lagði það til við nefnd sem kóngur hafði skipað að eitt félag fengi alla verslun á íslandi í sínar hendur. Bæði taldi hann kaupsvæða- verslun skaðlega (og studdi það ,T>eð dæmum) og að með verslunar- félagi mætti ná fram hagstæðara vöruverði. Einnig lagði hann til að verslunartaxtinn yrði gerður hag- stæðari landsmönnum og viðurlög við brotum gegn ákvæðum einokun- a,verslunarinnar milduð.' Hagfelldari kaupsetning og mild- ari refsingar fengust í gegn. Þá borg- aði sig jafnvel fyrir suma að versla á röngu kaupsvæði þar sem hagnað- Urinn af því gat orðið mun meiri en refsingin.8 Auk þess voru þeir Páll Vídalín og Árni Magnússon settir í nefnd til að kanna hag þjóðarinnar. Kaupmenn tóku þessari tillögu fjarri 1 fyrstu og báru því við að kostnaður við stofnun verslunarfélags væri gíf urlegur. Skömmu eftir utanför Gottrúps fór Bendix nokkur Nebel, reyndur sæ- garpur úr Norðurhöfum, að viðra skoðanir sínar á kaupsvæða- og fé- lagsverslun á íslandi. Hann var sammála lögmanninum í því að eitt félag ætti að sjá um verslunina. Rök hans voru þau að í kaupsvæðaversl- un hugsaði hver kaupmaður um að skara eld að sinni köku en ekki að stuðla að almennum framförum. Hann vildi stofna eitt stórt félag líkt og Englendingar, Frakkar, Hollend- ingar og Spánverjar höfðu gert í ný- lendum sínum. Hann hélt því fram að félögin reyndu að auka iðnað og framleiðslu í nýlendunum sem síð- an yki verslunina. Það sama átti að geta gerst á íslandi. Hann sagði landið ríkt til sjávar og sveita og vildi því senda menn hingað út til að kenna íslendingum ullariðnað, svo og fiskveiðar á duggum á djúp- miðum. Nebel taldi að eina leiðin til að hrinda þessu í framkvæmd væri að gera það undir stjórn öflugs verslunarfélags. Stiftamtmaður og amtmaður tóku einnig undir skoðanir Gottrúps og studdu hann. Árið 1705 lýsti konungur því yfir að hann hygðist koma á fót félags- verslun á íslandi. Enn voru þó flestir kaupmennirnir á móti þessu, enda þótt nokkrir hefðu snúist, og lögðu til að leitað væri álits þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Á meðan Árni samdi umsögn þeirra félaga skiptu kaupmenn algjörlega um skoðun og vildu nú ólmir fá fé- lagsverslun, — því fyrr því betra. Ekki er ljóst hvað olli þessum sinna- skiptum. En Árni fór þrátt fyrir það utan og gerði grein fvrir skoðunum þeirra Páls.9 Fræðimenn virðast ekki á eitt sátt- ir um þessa greinargerð Árna. Jón Aðils og Björn K. Þórólfsson taka rök hans góð og gild en Lúðvík Krist- jánsson dregur þau mjög í efa. Hann styður hins vegar mál sitt eng- um rökum.10 Því skulum við athuga nánar greinargerð Árna. ✓ Arni Magnússon vildi áfram kaupsvæði I greinargerð sinni fagnar Árni því að svæðaskiptingin óvinsæla verði afnumin í þeirri mynd sem hún er. Hann skilur hugmyndir félagsversl- unarmanna þannig að hverjum bónda verði frjálst að versla þar sem honum henti. Hins vegar telur hann kaupmenn hafa haft allt annað í huga; að bændur sem eigi um lang- an veg að fara til rétts kaupmanns á meðan stutt sé til vitlauss geti valið sér höfn. Þetta telur Árni alls ekki styðja hugmyndir um félagsverslun og raunar sé þarna ekkert nýtt á ferðinni því að þeim Páli hafi fyrir þremur árum verið falið að endur- meta svæðaskiptinguna með hags- muni almúgans í huga. Árni er því eindregið hlynntur því að verslunin verði áfram svæðis- bundin og telur það eiginlega nauð- synlegt hvort sem hún verði undir einu félagi eða mörgum kaupmönn- um og styður mál sitt með þessum rökum: Ef svæðin verða leyst upp væri það möguleiki að á höfn væri kaup- SAGNIR 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.