Sagnir - 01.04.1988, Page 61

Sagnir - 01.04.1988, Page 61
Illir verslunarhættir Um aldamótin 1700 varð Tómasi nokkrum Konráðssyni á að selja i Búðakaupstað 8 vættir fiska (320 kg), en hann hafði veitt þær í Stapa- umdæmi. Sjálfur bjó hann á svæði Rifshafnar (Ólafsvíkur). Eina máls- vörn hans var að honum buðust betri kjör að Búðum. Þetta játaði hann 1697.22 Árið 1701 féll dómur í málinu á Alþingi: Þá í herrans nafni, eftir undanfarinni gaumgæfilegri athugan málsins, er fullkomleg ályktun og endilegur dómur lögmanna og lögréttunnar, að þó málsprócessinn af Christians Paulssonar hálfu sé ei svo löglega sóttur, sem þeim skilst tilheyrt hafi, einnig undirdómarans, Þórðar Steindórssonar, dómur ei svo riktugur framkominn sem skyldi, kunnum vér samt sem áður Tómas Konráðsson ekki frían að sjá, þar hann viljuglega hefur með- kennt sig hafa forboðna höndlun gert við kaupmanninn Hlein Dittleifsson að Búðum á þeim fiski, sem aflaður var í Stapans distrikti, og kaupmanninum Christian Pálssyni (sic) hefði mátt tilheyra að kaupa. Því dæmum vér Tómas Konráðsson sig að hafa forbrotið í móti kóngl. octroyers 8da pósti og svo í móti kóngl. forordning með íslands taxta 1684, og að hann þar eftir straffast skuli uppá hans búslóð og Bremerhólm.23 verði að vita hve mörgum þeir þurfi að þjóna en slíkt gæti orðið erfitt ef mönnum væri frjálst að versla hvar sem er en hann vill um leið að menn geti farið til næsta kaup- manns og verslað við hann ef í harðbakkann slær. Óskamynd Árna af kaupsvæða- verslun er því sú að kaupmenn standi í ákveðinni samkeppni sín á milli en viti alltaf nokkurn veginn hve mörgum þeir þurfi að sinna. Ymsum gæti fundist mótsögn í þessu hjá honum, ekki sé sama hvort fólk fari á flakk með vörur sín- ar í félags- eða kaupsvæðaverslun, en það þarf ekki að vera. í kaupsvæðaverslun getur kaup- maður áætlað fjölda kúnna en þó er sú hætta fyrir hendi að hann missi einhverja yfir á næstu höfn. Þetta knýr hann til að veita góða þjónustu og vera með bærilegar vörur. I félags- verslun væri allsstaðar sama vara. Ef kaupmaður félagsstjórnar væri síðan með einhverja stæla gagnvart viðskiptavinum sínum, s.s. að skylda þá til að kaupa af sér ákveðið magn af óþarfa og þar fram eftir götunum, þá gátu þeir farið eitthvað annað í von um betri kjör, — ekki betrí vörur. Nágrannakaupmaðurinn fengi yfir sig hrúgu af fólki og hætta væri á vöruþurrð. Þetta hlaut að verða áhyggjuefni hjá félagsstjórn þannig að hún tæki jafnvel upp svæðaskipt- ingu. Niðurstaðan yrði því verri vör- ur auk kaupsvæða. Vel má vera að Árni hafi séð þetta þannig fyrir sér. Viðmiðun hans er ugglaust tíma- óiliö 1620-1660 en þá sá eitt félag um íslandsverslunina. Ekki er Ijóst að hve miklu leyti kaupmenn voru þá sjálfstæðir gagnvart félagsstjórn- inni en þeim var a.m.k. ekki heimilt að selja neitt í eigin þágu. Það brást þó þegar líða tók á tímabilið. En ekki er þar þó við mannvonsku kaupmannanna að sakast. Skilyrði Dana til verslunar voru heldur bág- borin; stríð við Svía og verðhækkan- ir erlendis, og má sem dæmi nefna að korn þrefaldaðist í verði um 1630 en stóð í stað hér nema í skamman tíma.15 Árni hlýtur að byggja þessa óska- mynd sína á því að sýslumenn kom- ist upp úr vasa kaupmanna og hafi eftirlit með þeim enda þótt hann segi það ekki berum orðum. Hann minnist ekki heldur á það hvernig refsingum skuli háttað fyrir að versla við vitlausan kaupmann þeg- ar ekki þótti næg ástæða til. Við skulum láta þetta liggja á milli hluta en spurningin er hvort kaupmenn hefðu haft bolmagn til að leggja út í hatramma samkeppni. Vegna fasta verðsins var oft um beint tap að ræða fyrir þá að flytja inn sumar vörur. Einnig skorti þá samstöðu um að koma vörum á markað í Hamborg þannig að Hamborgurum reyndist auðvelt að halda verði á fiski niðri Kaupmenn reyndu síðan að bæta sér upp tapið með því að skylda landsmenn til að kaupa ákveð- ið magn af varningi sem ekki var á föstu verðlagi, t.d. brennivíni og tóbaki.1*’ Og lái þeim hver sem vill. Raunin varð hins vegar sú þegar félag var stofnað um verslunina árið 1733 að landsmenn völdu sér hafnir. Sýslumenn höfðu öflugt eftir- lit með innflutningi og fengu til þess stuðning frá stjórninni í Danmörku. Einnig stóð félagið sameinað á er- lendum mörkuðum og kom afurð- um íslendinga í gott verð. Og allir virðast hafa verið ánægðir, — a.m.k. á meðan íslenska verslunar- félagið starfaði, en í því voru eink- um náungar sem höfðu tekið þátt í kaupsvæðaversluninni.17 Ekki má þó dæma Árna Magnússon út frá því sem gerðist þrjátíu árum eftir að hann skrifaði greinargerð sína. En látum þá athugasemdum lokið í bili og snúum okkur aftur að rökum Árna. Handverksmenn til / Islands? Árni efast stórlega um að verslunin geti aukist hvort sem um er að ræða félags- eða kaupsvæðaversiun eins og andmælendur hans hafi talið því að allt sem landsmenn geti verið án fari og hafi farið úr landi. Þeir geti hreinlega ekki verslað meira við kaupmenn þótt þeir fegnir vildu og reyndar þyrftu. Hann fær heldur ekki séð á hvern hátt handverksmenn ættu frekar að fást til landsins með félagsverslun en einhverju öðru verslunarfyrir- komulagi, eins og Nebel heldur fram, því að innflutningur á mönn- um sem gætu tekið fólk í læri væri SAGNIR 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.