Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 70

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 70
,Þeir sem guðirnir elska ... Hin mikla lækkun ungbarna- dauða vekur margar spurn- ingar og verður hér á eftir reynt að leita nokkurra svara, meðal annars við eftirtöldum spurningum: Hvernig breyttist hlutfall þeirra sem dóu innan við eins árs á 18. og 19. öld og af hverju dó svona stór hluti ungbarna á þessum öldum? Var það fæði eða húsnæði sem olli eða voru það sóðaskapur og sjúkdómar sem kostuðu ungbörnin lífið? Eða voru þau drepin af ráðnum hug? Ungbarnadauði Ef ungbarnadauði á íslandi á s. hl. 18. aldar er borinn saman við ung- barnadauða í grannlöndunum á sama tíma kemur í ljós að á 18. öld- inni er hlutfall þeirra barna sem TAFLA 1. Fjöldi fæddra og dánartíðni ungbarna í Petalax, Umeá og Rödön 1805-59. Sóknir Fjöldi fæddra barna Dánartíðni ungbarna %o Petalax 1827-59 2113 328.0 Umeá 1805-07 1082 258.8 Umeá* 1811 344 375.0 Rödön 1820^19 787 116.9 * Árin 1808-10 eru undanskilin vegna óvana- lega hárrar dánartölu af völdum taugaveiki. deyja innan við eins árs aldur hvergi jafn hátt og á íslandi.2 Þetta sést glöggt á súluriti 1. Á sama tíma var ungbarnadauði í Norður-Frakklandi milli 200 og 300%o en yfirleitt undir 200%o í Suðvestur-Frakklandi.3 Hin háa dánartíðni íslenskra ung- barna á 18. öldinni er ekkert eins- dæmi eins og kemur í ljós ef hún er borin saman við ungbarnadauða smærri svæða innan ríkjaheilda en ekki meðaltöl heilla landa. En þar sem mismunur milli héraða og ára vill oft týnast þegar tekin eru meðal- töl fyrir lönd og löng tímabil er þetta ekki alltaf Ijóst. Lítum nú á nokkur svæði sem hafa haft óvenju mikinn ungbarnadauða líkt og ísland. Á s. hl. 19. aldar var ungbarna- dauði mikill í Suður-Þýskalandi sem varð til þess að athugaðar voru eldis- venjur á svæðinu. Kom þá í ljós að í þeim héruðum þar sem tíðni ung- barnadauða var hæst var óalgengt að ala kornabörn á brjóstamjólk en hins vegar dóu mun færri ungbörn í þeim héruðum þar sem brjóstaeldi var almennt. Til dæmis var ungbarna- dauði 37% á tímabilinu 1878-82 í héraðinu Oberbayern, þar sem meiri hluti ungbarna var aldrei brjóstaalinn, en á sama tíma var ung- barnadauði í Oberfranken, þar sem brjóstagjöf var almenn, 18,4%. Öll héruðin sem rannsóknin náði til voru í Þýskalandi sunnanverðu og voru því ekki ýkja frábrugðin hvort öðru hvað varðaði trúarbrögð og menningu. Því má ætla að áhrif annarra þátta en eldisvenja á ung- barnadauðann hafi verið í lág- marki.4 Rannsóknir frá Petalax og nær- 1 iggjandi sænskumælandi sóknum í Ostrobothnia í vestanverðu Finn- landi og Umeásókn í Vásterbotten í Norður-Svíþjóð sýna einnig fylgni ungbarnadauða og eldis. í þessum sóknum fóru hvítvoðungar á mis við brjóstamjólk og tíðni ungbarna- dauða þar var mun hærri en í Rö- dön í Jámtalandfylki í Svíþjóð eins og sést á töflu 1. í Rödön höfðu mæður börn sín lengi á brjósti en að öðru leyti voru ytri skilyrði í sóknunum svipuð.3 Síðan 1838 hefur tíðkast á íslandi að skrá tölu þeirra er deyja áður en eins árs aldri er náð. Fram um miðja öldina var ungbarnadauði hér svip- aður og í Petalax, Umeá og þeim hlutum Suður-Þýskalands þar sem ungbörn fóru á mis við brjósta- mjólk. Árin 1851-55 var ungbarna- dauði hér orðinn mun minni eða 22,6%.6 Skýringin á þessari lækkun er að hluta til sú að á sjötta áratugn- um var tiltölulega lítið um farsóttir. Heimildir: ísland og Svíþjóð; Gísli Gunnarsson: The Sex Rutiu, the In- fant Mortality and Adjuining Societal Response in Pretransitional lce land, Lundur 1983, 6. Danmörk, Finnland og England; Loftur Guttormsson: „Barnaeldi, ung- barnadauði og viðkoma á Islandi 1750-1860." Athufn ug urö. Afmœlis- rit helgad Matthíasi Jónassyni áttrœðum, Rv. 1983, 149. 40i LÍNURIT 1 Ungbarnadauði á íslandi 1841-1900 20 10 5 1841 184(1 1851 185(> I8(il I8(i(i 1871 1876 1881 1886 1891 1896 1845 1850 1855 1860 1865 1870 1875 1880 1885 1890 1895 1900 Heimild: Tulfrœðihandhók 1984. Hagskýrslur íslands II, 82, Rv. 1984, 12-13. 66 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.