Sagnir - 01.04.1988, Side 71

Sagnir - 01.04.1988, Side 71
,Þeir sem guðirnir elska ... Farsóttir skýra þó ekki allan muninn því að áhrif þeirra hafa verið svipuð á ungbarnadauða hér og erlendis þar sem ýmsir barnasjúkdómar voru landlægir.7 En hvað með eldisvenjur á Islandi? Raunin er sú að fyrir miðja 19. öldina var það undantekn- ing að íslensk börn væru alin á brjóstamjólk. Þegar á s.hl. 18. aldar bentu fræðimenn á að mikinn ung- barnadauða hér mætti að einhverju leyti rekja til þessarar venju8 þó varð það ekki fyrr en á s.hl. 19. aldar sem almenningur fór að sýna brjóstagjöf áhuga.9 Þar hefur fyrirmynd er- lendra kvenna í Reykjavík, skrif Jón- asar Jónasens landlæknis og Kvennafrœðari Elínar J. Briem átt drýgstan hlut að máli.10 Línurit 1 sýnir þá miklu lækkun sem varð á ungbarnadauða á s.hl. 19. aldar en þá varð ungbarnadauði hér svipað- ur og í löndum með frekar lága dán- artíðni ungbarna t.d. Frakklandi, en 1820-1859 var ungbarnadauði 11,7 af hundraði í Bilheres d’Ossau í suðvesturhluta landsins.11 Ungbarnadauði var mjög mikill á 18. öldinni, eða allt að 40% en á 19. öldinni lækkaði mjög hlutfall þeirra barna sem ekki lifðu fyrsta afmælis- daginn sinn og 1899 voru það aðeins um 9% fæddra barna.12 Þessi mikli munur á vafalítið rætur að rekja til breytinga á eldisvenjum upp úr miðri 19. öldinni. Skortur á brjósta- mjólk er þó ekki einhlít skýring á hinum mikla ungbarnadauða en áður en við könnum aðra þætti sem höfðu áhrif á dánartíðni kornabarna skulum við líta nánar á fæði hvít- voðunga fyrir 1850. Fæði Island er eitt þeirra svæða í Evrópu þar sem það var almenn regla í langan tíma að gefa börnum ekki brjóstamjólk. Hvenær íslenskar mæður hættu að gefa börnum sín- um brjóst eru fræðimenn ekki sam- mála um en Ijóst er að frá því á miðri 18. öld og fram til 1850 var Það undantekning að mæður mjólk- uðu börnum sínum. Sumar mæður gáfu þó börnum sínum brjóst í örfáa áaga en einkum voru það fátækar konur við sjávarsíðuna sem í neyð sinni gripu til þess „örþrifaráðs" að ala börn sín á brjóstamjólk. Og oft var það að efnamenn aumkuðust yfir vesalingunum og gáfu þeim kúamjólk.13 Um 1800 segir Sigríður Örum yfir- setukona frá því að algengt sé að yfirsetukonur taki nýfædd börn með sér heim fyrstu vikuna til að létta á sængurkonunum og fáar leggi því börn sín á brjóst.14 Fyrsta næring barna var því ekki ylvolg móður- mjólkin með öllum þeim kostum sem henni fylgja heldur köld kúa- mjólk, sem ekki hentar viðkvæmum meltingarfærum ungbarna. Kúa- mjólkin var ekki þynnt með vatni því fólk trúði því að slíkt sull væri óhollt fyrir barnið, en ef til var rjómi á heimilinu var börnum jafnvel gef- inn hann,15 það var jú það besta. En það var bjarnargreiði því fitumikill rjóminn leiddi oft til meltingarkvilla. Börnin voru látin sjúga mjólkina úr tréaski og var notaður til þess fjöðurstafur, fuglsfótur eða melgras. Sá endi sem látinn var í munn barnsins var vafinn með lérefti, skinni eða jafnvel pergamenti, en pelar þekktust fyrst utan kaupstaða á s. hl. 19. aldar.16 Auk kúamjólkur fengu kornabörn þann mat sem á boðstólum var. En það fór eftir efnum og aðstæðum hvenær börnin fengu mat í fyrsta sinn. Sunnanlands var börnum gef- inn nýr fiskur með smjöri og grautur eins fljótt og kostur var en norðan- lands fengu börnin yfirleitt ekki mat fyrr en um þriggja mánaða aldur. Yfirleitt fengu börn við sjávarsíðuna fyrr mat en þau sem bjuggu til sveita þar sem nóg var af mjólk. Maturinn var tugginn og látinn í léreftstusku, dúsu, sem börnin tottuðu í svefni og vöku líkt og börn totta snuð í dag. í dúsuna var látið tuggið kjöt, fiskur og brauð eða eitthvað annað matar- kyns sem til var. Oft á tíðum var meltingarfærum ungbarna ofboðið með mat og drykk sem gat leitt til uppgangs, magakrampa eða niður- gangs og að lokum til dauða.17 Það var ekki einsdæmi á íslandi að kornabörn fengu enga brjósta- mjólk eins og áður hefur verið nefnt.18 En víðast hvar erlendis var brjóstamjólk eina næring korna- barna fyrstu mánuðina og hluti af fæðunni allt fram að tveggja ára aldri. Til dæmis fengu börn í Eng- landi ekki aðra fæðu fyrr en fram- tennur komu niður eða sex til tólf mánaða gömul. Fengu þau þá hafra- seyði og aðra létta fæðu en voru vanin á þyngri mat t.d. kjöt smám saman.19 Það að íslensk kornabörn á tíma- Þnottur þveginn i etdhúsinu í Heydölurn (Eydölum) 1836. Aðstaða til þuotta var oft léleg og þvt engin furða að fatnaður og rekkjuvoðir vœru þvegin eins sjaldan og komist var af rneð. SAGNIR 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.