Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 89

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 89
Lýður Björnsson Helmingaskipti hjóna Stutt athugasemd / ISögnum, tímariti sagnfræði- nema, árið 1986 var prentuð rit- gerð eftir Hrefnu Róbertsdóttur, sem nefnist „Helmingafélög hjóna á miðöldum". Þar kemst Hrefna að þeirri niðurstöðu, að samningar um helmingaskipti milli hjóna hafi verið bundnir við auðugustu stéttir lands- ins og stuðlað fremur að því að trYggja erfingjum en eiginkonum aukinn umráðarétt eigna. Hér verð- ur gerð stutt athugasemd við fyrra atriðið, en hið síðara verður látið liggja á milli hluta, enda hef ég ekki kannað það. Á árunum 1976-1978 kannaði ég sögu saltverksins í Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Afraksturinn, „Salt- vinnsla á Vestfjörðum og saltverkið 1 Reykjanesi", birtist í Ársriti Sögu- félags ísfirðinga á árunum 1977- 1979. Ég kannaði af þessu tilefni margar prestsþjónustubækur frá ísa- fjarðardjúpi og víðar af Vestfjörðum Irá árunum 1770-1800 til að leita upplýsinga um verkamenn þá, salt- ara eða saltkarla, sem unnu í salt- verkinu. Þá veitti ég því athygli, að yfirleitt var bókað í prestsþjónustu- bók, að brúðhjón hefðu gert með sér helmingafélag. Þetta var svo algengt, að slíkt er fært til bókar við öll brúðkaup í Vatnsfjarðarsókn á fyrrnefndu tímabili nema tvö. Þar attu í hlut börn sr. Guðlaugs Sveins- sonar í Vatnsfirði og ættingjar Jóns sýslumanns Arnórssonar, en þá \'ar vfsað til Norsku laga Kristjáns V um þetta atriði. Þessir menn verða ekki taldir til almúga. Siðurinn helst vestra langt fram á 19. öld. Þetta eru elstu prestsþjónustu- ö<ekur af svæðinu. Tíðnin og út- öreiðslan bendir til þess, að hér sé um fornan sið að ræða, e.t.v. allt frá Pjóðveldisöld, enda verður ekki í Ijótu bragði bent á eitthvað eftir lok hennar, sem rekja mætti uppruna hans til. Fornbréfasafn þegir raunar um fjármál almúgahjóna. Ég hef ekki hugað að því, hvernig þessu var háttað utan Vestfjarða. Því kann sá siður að færa samning um helmingaskipti hjóna inn í prests- þjónustubók og votta hann að vera sérstakur fyrir landshlutann. Slíkt væri ekki einsdæmi. Líkur benda t.d. til, að framfærsla hafi verið þar með öðrum hætti en annars staðar, enda voru tökubörn vestra tiltölu- lega mjög mörg árið 1703, t.d. um það bil jafnmörg í Önundarfirði ein- um og í allri Skagafjarðarsýslu. Sveitaþyngsli voru á hinn bóginn mjög lítil vestra. Tekið skal fram, að ég fagna mjög frumkvæði Hrefnu Róbertsdóttur um rannsóknir á þessu sviði og vona, að hún haldi þeim áfram. Oft er það tilviljunum háð, hvort könnuður hittir á rétta heimilda- flokkinn, enda lægi beinna við að leita að heimildum um fjárlag hjóna á öðrum stað en í prestsþjónustu- bókum. Ekki bætir úr skák, að prentun heimilda frá tímabilinu ca. 1570-1900 hefur einkum tekið mið af þörfum stjórnmálasögu og bók- menntasögu. Prentun heimilda um atvinnusögu, hagsögu og sérstak- lega félagssögu hefur setið á hakan- um. hrcfna Róberlsdóttir Helmingarfélög hjóna s a miðöldum SAGNIR 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.