Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Side 14
14
a. III. Sjúkrasamlagið greiðtr ekki fyrir ijóslækningar, berkla-
iækningar í sjúkrahúsum, heilsuhælum eða öðrum slikum stofnun-
um, og ekki utan sjúkrahúss, ef sjúklingurinn — sjúkdómsins vegna —
ætti að heyra undir berklavarnarlögin. Samlagið greiðir ekki fyrir
tannlækningar.
a. IV. Samiagið greiðir fyrir læknishjáip við fæðingu sem hér
segir; Fyrir að draga fram barn með höndum eða töng og að venda
barni, ennfremur að taka fastafylgju (sjá paragr. 160 — 161 — 166 í
gjaldskrá lækna 1929). Þetta þó því aðeins, að konan hafi verið í
samlaginu 10 mánuði eða lengur fyrir barnsburðinn.
b Nú vill samiagsmaður skipta um lækni og skal hann þá
fyrir 1. des. tilkynna það gjaldketa samlagsins, en hann tilkynnir
það aftur viðkomandi lækni. Vilji læknir afsegja samlagsmann um
áramót, skal hann tilkynna það gjaldkera fyrir 15. nóvember.
c. Fyrir 1. janúar ár hvert sendir gjaldkeri læknum skrá yfir
þá samlagsmenn, sem hver þeirra á að vera læknir fyrir það ár.
Skal þá fylgja skrá yfir þá samlagsmenn, er dáið hafa eða farið
burt úr samlaginu á árinu, og um þá, er bæzt hafa við, og frá hvaða
tíma hver um sig hafa kornið eða farið.
d. Nýir samlagsmenn ákveða lækni sinn um leið og þeir öðlast
réttindi í samlaginu og fær læknir borgun fyrir þá frá þeim tíma.
e. Nú viil læknir ekki veita læknishjálp manni, sem valið hefir
hann sem lækni, og skal læknir þá tilkynna það skriflega til gjald-
kera eigi síðar en 20. janúar. Oski hann á öðrum tima árs að vera
laus við að veita læknishjálp einhverjum þeim, sem valið hefir hann
sem lækni, skal hann á sama hátt tilkynna það með mánaðar fyrir-
vara fyrir ársfjórðungsmót. Skylt er Læknafélaginu að sjá mönnum
þeim, sein svo verður ástatt um, fyrir læknishjálp, þar til náðst hefir
samkomulag um annan lækni, nema einhverjar þær sakir séu fyrir
hendi, sem leysi Læknafélagið undan skyldu þessari; þó nær skylda
Læknafélagsins ekki lengra en til næstu áramóta. Verði ágreiningur
um skyldur Læknafélagsins, fer um þann ágreining svo sem getið
er um í 13. grein.
2. gr.
a. Læknir skal sinna öllum sjúklingum samlagsins, sem hann
er læknir fyrir, sem koma til hans á viðtalstimum hans. Hann skal
einnig vitja þeirra á heimilum þeirra, ef þeir geta ekki farið út og
hann fær boð um það fyrir kl. 2 (14). Berist honum boöin eftir þann
tíma, er honum ekki skylt að koma til sjúklings samlagsins þann
dag, nema um slys eða bráðan eða hættulegan sjúkdóm sé að ræða.
En þá er honum skylt að koma svo fljótt sem kostur er. — Nú er
læknir kallaður með skyndiboði, en tafarlaus læknishjálp ekki nauð-
synleg, þá getur viðkomandi læknir kært það fyrir stjórn samlags-