Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Side 19
19
Heilbrigðislöggjöf.
Lög um breyting á lögum nr. 60, 14/6 1929, um varnir gegn
berklaveiki. Aðalefni breytinganna (í 14. gr.) er, að ókeypis vist,
lyf og læknishjálp á heilsuhælum rikisins og sjúkrahúsum, sem sam-
'ð hefir verið við að veita slíkum sjúklingum viðtöku, fæst ekki nema
sá, er framfærsluskylda hvílir á, »mundi bíða mikið tjón á efnahag
sinum eða jafnvel verða öreigi«, ætti hann að standa straum af
kostnaðinum. Ennfremur »sérhvert sýslu- og bæjarfélag greiði upp í
hann (kostnaðinn) gjald til ríkissjóðs, sem nemi 2 kr. fyrir hvern
heimilisfastan mann i umdæminu«.
•Ráðherra skal semja fyrirfram til hálfs eða heils árs i senn við
Þau sjúkrahús landsins, sem til þess teljast hæf að hýsa berklasjúkl-
'nga, um kostnað allan við dvöl og lækningu styrkhæfra berkla-
sjúklinga«. En hafi sjúkl. i bili verið vistaður á sjúkrahúsi, sem ekki
hefir verið samið við, þá er »ráðherra heimilt að greiða fyrir hann
í samræmi við samninga um dvalarkostnað i tilsvarandi sjúkrahúsi«.
15. gr. fellur burt. (Stj.tíð. 1932, bls. 90.)
Breyting á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum mælir
fyrir um, að 10 rúm skulu jafnan vera til taks fyrir sjúklinga með
hynsjúkdóma í Rvík og eitt rúm á ísafirði, Siglufirði, Akureyri,
Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. (Stj.tíð. 1932, bls. 276.)
Breyting á yfirsetukvennalögum (nr. 63, 19/5 1930). Aftan
við 4. gr. bætist ný málsgrein:
Ríkíssjóður leggur til áhöld i ljósmæðraumdæmin og ákveður
landlæknir i samráði við yfirlækni fæðingardeildar Landspítalans
hver þau skuli vera. (Stj.tíð. 1932, bls. 32.)
Lög um afnám laga nr. 33, 20/10 1905, um stofnun geð-
Veikrahælis. Lögin frá 1905 eru úr gildi felld, en 3. gr. ákveður,
að »þangað til sett verði sórstök geðveikralög, skal daggjald á
hvorri deild Kleppsspítala sem er fyrir hvern þann sjúkling, sem
Þar er á sveitarframfæri, ekki fara fram úr kr. 1,50 á meðan læknar
sPítalans telja honum vistina þar nauðsynlega. (Stj.tíð. 1932, bls. 107.)
Lög um stofnun nýs prófessorsembættis í læknadeild Há-
skóla íslands. (Lög nr. 33, 23/6 1932.) Er hér urn að ræða prófess-
örsembætti N. Dungals, sem vegna embættisaldurs færist upp í pró-
fessorsstöðu.
Lög um breyting á lögum nr. 7, 14/6 1929, um tannlækn-
rngar. 4. gr. orðist svo: »Öllum öðrum en tannlæknum eða þeim,
seui tannlækningaleyfi hafa, er óheimilt að setja gerfitennur og tann-
Surða í menn. Þetta nær ekki tii lækna, ef þeir sanna fyrir heil-
brigðisstjórninni, að þeir hafi aflað sér nægilegrar þekkingar í þess-
ar' grein. Heimilt er og dómsmálaráðherra, með samþykki land-