Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Side 20
20
læknis, að veita mönnum, er lokið hafa tannsmíðanámi, leyfi til að
setja gerfitennur og tanngarða í menn i samráði við héraðslækni i
þeim héruðum, sem eru tannlæknislaus«. (Stj.tið. 1932, bls. 68.)
Lög um kirkjugarða (nr. 64, 23/6 1932). (Stj.tíð. 1932, bls. 147.)
Lög um breyting á lögum nr. 71, 28/11 1919, um laun em-
bættismanna. Nauteyrarhérað, nú Ögurhérað, færist úr hæsta
launaflokkí (3500 kr.) í annan flokk (3000 kr.) og Ólafsfjarðarhérað
verði í hæsta launaflokki. (Stj.tíð. 1932, bls. 144.)
Lög um breyting á lögum nr. 43, 23/6 1932, um barna-
vernd. Fela í sér heimild til þess að skipa eftirlitsmann með kvik-
myndasýningum og sjónleikum og heimilar barnaverndarnefndum
að setja reglugerð, er banni að selja börnum tóbak og að setja tó-
baks- og sælgætisverzlanir í nánd við barnaskóla og leikvelli og
ennfremur að takmarka blaðasölu barna. (Stj.tíð. 1933, bls. 143.)
Lög um heilbrigðisráðstafanir um sölu mjólkur og rjóma.
Nr. 97, 19/6 1933.
»í öllum þeim kaupstöðum og kauptúnum hér á landi, þar sem
fram fer sala á mjólk og rjóma frá fullkomnum mjólkurbúum, er
viðurkennd hafa verið af atvinnumálaráðherra, skal óheimilt að
selja þessar vörur ógerilsneyddar« o. s. frv. Lögin taka ekki til
barnamjólkur eða mjólkur, sem framleidd er innan kaupstaðarins
og seld beint til neytenda. (Stj.tíð. 1933, bls. 283.)
Lög um læknishéraða- og prestakallasjóði. Nr. 98, 19/6 ’33.
»Sé læknishérað læknislaust, svo að eigi komi til greiðslu á em-
bættislaunum, eða hluta þeirra, til þjónandi læknis í því héraði,
skulu launin eða launahlutinn með dýrtíðaruppbót renna í sérstakan
sjóð, er verður eign hlutaðeigandi héraðs. Við ákvörðun þessarar
upphæðar skal jafnan miðað við byrjunarlaun eins og þau eru ákveð-
in í lögum um laun embættismanna.
Nú kemur ekki til útborgunar allt það fé, sem áætlað er í fjár-
lögum sem læknisvitjanastyrkur handa sveitum. sem eiga sérstak-
lega erfiða læknissókn. og rennur þá það, sem afgangs verður af
áætluðu fé til hvers héraðs, i sjóð þess«.
Sjóðirnir eru í vörslu og undir umsjá ráðherra.
»Fó læknishéraðasjóða skal varið til þess að tryggja eftir föng-
um. að héruðin séu sem sjaldnast læknislaus, svo sem með því að
leggja það til læknisbústaða eða annars þess, sem ætla má, að
verði til þess að gera héruðin eftirsóknarverðari fyrir lækna eða
horfi til endurbóta á heilbrigðismálum héraðsins«.
Lög um sjúkrahús o. fl. Nr. 30, 30/6 1933. (Stj.tið. ’33, bls. 43.)
Lög um vinnslu, verkun og mat meðalalýsis. Nr. 42, 19/6
1933. (Stj.tíð. 1933, bls. 43.)
Lög um breyting á iögum nr. 61, 3/11 1915, um dýralækna.