Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Side 23
23
Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna.
Stofnað 1920. Stéttarfélag lærðra íslenzkra hjúkrunarkvenna. Fé-
lagatala 74.
Námstími 3 ár. Inntökuskilyrði: Gagnfræðamenntun eða nám
hliðstætt því. — Aldurstakmark: Yfir 20 ára og undir 30 ára. —
Heilsufar skv. útsendum læknisvottorðseyðublöðum.
Formaður félagsins er frú Sigríður Eiríksdóttir, Ásvallag. 2, sími
1960, er gefur allar upplýsingar, en eyðublöð undir inntökubeiðnir
°g læknisvottorð fást hjá forstöðukonu hjúkrunarkvennaskólans, ung-
írú Kristínu Thoroddsen, Landspítalanum, sem einnig gefur allar
uPplýsingar.
Hjúhrunarfélag Reykjavíkur.
Stofnað 1902. Tilgangur sjúkrahjúkrun á heimilum nótt og dag.
Hefir 1 hjúkrunarkonu og 1 vökukonu, sem láta hjúkrun í té gegn
vaegu gjaldi og ókeypis handa efnalitlu fólki, enda styrkt af bæjar-
sjóði.
Stjórn: Magnús Pétursson héraðslœknir, form, Guðm. Guðfinns-
son augnlæknír og Ólafur Briem framkvæmdastjóri.
Hjúkrunarfélagið „Líkn“.
Stofnað 1915. Félagið hefir 2 hjúkrunarkonur, sem ganga heim
«1 fólks. Efnalítið fólk fær alla hjálp ókeypis, aðrir greiða 1—1’/a
kr. fyrir heimsókn. Þeir sem óska að fá hjúkrunarkonu, snúi sér til
formanns fólagsins, frú Sigríðar Eiríksdóttur, Ásvallag. 2, sími 1960.
Um aðra starfsemi félagsins sjá II. D.
Rauði Kross íslands.
Rauði Kross íslands er stofnaður 1924. Lög dags. 10. des. 1924.
Viðurkenndur af stjórnarnefnd Rauða Krossins í Genf 1925. Gekk
sama ár í Rauða Kross bandalagið.
Formaður: Gunnl. Claessen, dr. med.
Merkjasöludagur: Öskudagurinn.
Tala meðlima: um 1400.
Hefir hjúkrunarkonu í Sandgerði á vertíðinni. Er í þann veginn
^ð reisa þar dálítið sjúkraskýli.
Heldur stutt náinsskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum víðsvegar
um land.
Hefir 1 sjúkrabifreið í Reykjavik.
Rauða Kross deildin á Akureyri hefir hjúkrunarkonu, sem auk
almennrar hjúkrunar vinnur sér í lagi við berklavarnarstöðina þar.
Þar er veitt rannsókn og ráðleggingar í berklaveikistilfellum. Enn-