Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Page 24
24
fremur skoðar hún skólabörn og gefur þeim ráðleggingar. Allt undir
forsjá formanns deildarinnar, Steingríms Matthiassonar læknis. —
Deildin hefir eina sjúkrabifreið.
II. Ýmsar líknarstofnanir.
A. Barnaheimili og barnahæli.
Barnaheimilið Egilsstaðir.
Það tók til starfa 4. júlí 1931. Það er starfrækt um 10 vikur um
hásumarið. Tekur á móti 38 kirtlaveikum, fátækum börnum, á aldr-
inum 6—11 ára. Meðgjöf kr. 25,00 á mánuði. — Nánari upplýsingar
gefur Gunnlaugur Einarsson, læknir hælisins.
Barnahæli I. O. O. F. við Silungapoll.
Hælið tók til starfa 1931 og starfar aðeins að sumrinu. Það er
ætlað 60 börnum, þegar það er komið í fullt lag, en enn er þar
ekki rúm nema fyrir 30. Starfsemin er góðgerðastarfsemi og meðlag
er ekkert. Eingöngu tekin fátæk og veikluð börn (framfaralaus, lyst-
arlítil, með kirtlabólgur o. s. frv.) á aldrinum 5—12 ára, en mega
ekki hafa smitandi sjúkdóma. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér,
nema eigin fatnað, þó hefir börnunum verið gefinn ýmislegur fatn-
aður (einkum skófatnaður), ef þörf var. Aðeins börn úr lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur koma til greina, og eru þau valin i samráði
við lækni og fátækrastjórn Reykjavikur (venjulega borgarstjóra) af
þar til valinni nefnd innan I.O.O.F.-reglunnar.
Barnaheimilið „Sólheimar“
tók til starfa á árinu 1931. Hælið er reist á jörðinni Hverakot í
Qrimsnesi, sem er eign Prestafélags íslands, en hælið á ungfrú
Sesselja Sigmundsdóttir, sem sjálf rekur það. Tekur það á móti
börnum á öllum aldri til skemmri eða lengri dvalar, einnig til fulls
uppeldis. Meðgjöfin er 60 kr. á mánuði og leggur hælið barninu
allt til, einnig kennslu og læknishjálp. Vottorð þarf að fylgja barni
um, að það hafi engan smitandi sjúkdóm.
Barnaheimilið „Vorblómið“
er stofnað 1. júní 1928. Tekur börn á öllum aldri, um lengri eða
skemmri tima. Meðlag er kr. 60,00 á mánuði; er ivilnun veitt, ef
mörg börn eru frá sama heimili. Börnin eru klædd, meðan þau dvelja
á heimilinu (að skófatnaði undanteknum). Börnin þurfa að vera heil-
brigð og hafa læknisvottorð um, að þau hafi ekki neinn smitandi