Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Síða 25
25
sjúkdóm. Heimilið rúmar 25—30 börn og hefir til umráða 5 svefn-
herbergi og 2 leikherbergi. Tún og góð ióð fylgir heimilinu, svo
hörnin geta leikið sér úti allan daginn. Heimilið nýtur húsaleigu-
styrks frá bænum. Forstöðukona er Þuríður Sigurðardóttir.
Dagheimili Barnavinafélagsins „Sumargjöf".
Félagið tekur börn til pössunar yfir daginn, sumarmánuðina
niai—sept. Hefir húsnæði og leikvelli í Grænuborg við Laufásveg.
Börn eru tekin á aldrinum 3—12 ára og koma á heimilið kl. 9 að
niorgni og fara heim aftur kl. 6 að kveldi. Á heimilínu fá þau mat
og alla umönnun yfir daginn. Læknir er látinn skoða börnin í fyrsta
sinn er þau koma og nákvæmlega fylgst með heilsufari þeirra úr
því. Auk annars starfsfólks starfar þar hjúkrunarkona frá »Rauða
Kross íslands«. Meðgjöf er 25 kr. á mánuði, en þó er gefinn afslátt-
ur á þessu gjaldi eða það gefið eftir að fullu, eftir ástæðum heimil-
anna. Heimiiið nýtur styrks úr bæjarsjóði.
B. Elliheimilið „Grund“, Reykjavik.
Elliheimilið getur tekið á móti um 150 gamalmennum. Allir
geta fengið þar vist, hvaðan sem er af landinu, og er meðgjöfin
80—90 kr. á mánuði, ef tveir eru saman í herbergí. Ef óskað er að
vera einn í herbergi eða hafa fleiri en eitt herbergi, þá er leigan
115—140 kr. eða meir á mánuði, eftir því hvað herbergið er stórt
eða fleiri en eitt. í þessu gjaldi er allt innifalið: Húsnæði, ljós, hiti,
fæði, þjónusta og einnig læknishjálp, en ekki lyf eða umbúðir.
Hafi gamalmennið ekki fótavist, þá hefir elliheimilið 4 sjúkra-
stofur fyrir 4—5 rúmföst gamalmenni, og margar tveggja manna
stofur. Er mánaðarmeðlag í þeim stofum 100 kr., eða 3 kr. 33 aurar
ú dag fyrir hvern sjúkling.
Þurfi sjúklíngurínn að vera einn í herbergi, er mánaðarmeðgjöf-
>n 115 kr. til 140 kr., eftir stærð herbergisins. En þurfi sérstök vöku-
hona að vera hjá honum einum, verður að greiða sérstaka borgun
fyrir það, er ráðsmaður ákveður.
Umsóknum um dvöl á heimilinu á að fylgja full ábyrgð á öll-
um dvalarkostnaði og heilsufarsvottorð frá einhverjum lækni, sem
er vel kunnugur umsækjanda. Lætur ráðsmaður heimilisins í té
eyðublöð bæði fyrir umsóknir og vottorðín, og eru þau honum send
aftur, þegar búið er að útfylla þau, og síðan lögð undir úrskurð
stjórnarnefndar, er hefir fund a. m. k. hvert föstudagskvöld.
Gamalmenni á framfæri Reykjavíkur fá læknishjálp hjá sömu
laeknum og aðrir þurfamenn bæjarins. En Sveinn læknir Gunnarsson
vitjar annara vistmanna á kostnað heimilisíns. Oski vistmaður að fá