Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Síða 29
29
ógreinilega merkt, getur sendandinn átt á hættu, að lienni verði alls
ekki sinnt.
Hráka verður að senda i stútvíðu glasi, með vel þéttmn tappa.
Reykjavíkurlæknar ættu einlægt að láta sjúklinginn, sem þarf að fá
hráka sinn rannsakaðan, nálgast hrákaglös í rannsóknastofunni, sem
afhendir slik glös endurgjaldslaust til hrákarannsókna.
Blóðrannsóknir fyrir syfílis (Sigma- og Kahnspróf) eru aðeins
gerðar á fimmtudögum, svo að bezt er að blóðið sé tekið og sent
á miðvikudag til stofunnar. Jákvætt blóðpróf þýðir að heita má
undantekningarlaust, að viðkomandi hafi syfilis. Neikvætt blóðpróf
aftur á móti ekki, að maður sé laus við syfilis. Fyrstu 6 vikurnar
eftir smitunina er blóðprófið jafnaðarlega neikvætt (gera þá rann-
sókn fyrir spirochaete pallida með rökkurljósi, ef sjúklingurinn hefir
byrjunarsár), og á þriðja stigi er ekki sjaldgæft að blóðprófið sé
neikvætt. Áríðandí er, að gera mænuvökvarannsókn hjá öllum syfilis-
sjúklingum, þar sem sjúkdómurinn er orðinn ársgamall eða eldri.
Stundum sem mænuvökvinn er +, þó að blóðið sé
NB. Til syfilisrannsókna þarf að senda a. m. k. 10 ccm af
blóði, sem tekið er úr venu i hreint, þurrt glas. Þarf ekki að vera
sterilt, nema ef sendingin tekur langan tíma.
Taugaveiki. í fyrstu viku sjúkdómsins þýðir venjulega ekki
að gera Widals-próf, en þó má oft rækta sýklana úr blóðinu. Til
þess þarf að taka blóðíð sterilt úr venu í gallglas, sem fæst í rann-
sóknastofunni. í 2.-3. viku verður Widals-próf oftast jákvætt. Til
að gera það nægir 1 ccm af blóði, sem ekki þarf að vera sterilt
tekið, og má taka úr eyra, ef erfiðleikar eru á að ná í venu. Stund-
um finnast sýklarnir í saur eða þvagi, áður en Widal verður +, en
þótt taugaveikissýklar finnist ekki, má ekki af því draga þá álykt-
un, að sjúkl. hafi ekki taugaveiki, því að stundum þarf margitrek-
uða rannsókn til að finna sýklana í saur eða þvagi.
Eftir að taugaveikissjúklingur er orðinn hitalaus, verður að rann-
saka tvívegis — með nokkurra daga millibili — saur og þvag (fyrir
smitburði).
Sérstök hylki undir saur og þvag til taugaveikisrannsókna fást
i rannsóknastofunni.
Barnaveiki. Ef greinileg skán er mynduð, má taka úr sár-
barminum ögn af exsudati og smyrja út á gler og lita fyrir B.D.
Alltaf ættu menn þó að láta rækta frá hálsinum, og fá til þess
serumglös í rannsóknastofunni. Svar eftir 16—24 klst.
Gonorrhoe. Ofurlítil ögn af exsudati er smurt þunnt á gler.
Frá konum þarf að taka bæði frá urethra og cervix uteri. Ekki treyst-
andi að sjúkl. sé batnað, fyrr en rannsóknin hefir verið neikvæð
þrisvar sinnum í röð með viku millibili.
Blóðsótt (dysenteri). Sýklana má rækta, ef saurinn kemur al-