Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Blaðsíða 30
30
veg ferskur til rannsóknar. Til blóðsóttarrannsóknanna þarf nokkurn
undirbúning, svo að nauðsynlegt er að gera rannsóknastofunni við-
vart degi áður en hægt er að setja sýklaræktunina i gang.
Meningitis epidemica. Nauðsynlegt að gera rannsóknastofunni
viðvart, áður en unnt er að rækta sýklana úr mænuvökvanum. Ekki
við að búast, að ræktunin takist, ef ekki er hægt að sá út á sama
sólarhringnum og mænuvökvinn er tekinn frá sjúkl.
Ýmsar rannsóknir. Stykki, sem send eru til vefjarannsókna,
verður að láta i 4 % formalín, sem er búið þannig til, að formal-
dehydum officinale er þynnt með einum hluta móti 9 hlutum vatns.
Um að gera, að vefsstykkið só ekki látið spillast, áður en það er
sett í formolblönduna. Þess vegna á 4 °/0 formolblanda að vera til-
búin í glasi í hverjum skurðarsal.
Þvag, mænuvökvi og aðrir líkamsvökvar, sem rannsaka á fyrir
frumum, verða að koma ferskir til rannsóknar, áður en frumurnar
leysast upp.
Bakteriologiska ræktun út frá blóði sjúklingsins er bezt að gera
þannig, að steypa agarplötur við rúmstokkinn. En þar sem ekki er
unnt að koma þvi við, má sá út í 10 % pepton-kjötseyði, sem lækn-
ar geta fengið afhent í rannsóknastofunni.
Autovaccine er búið til i rannsóknastofunni, þegar ástæða þykir
til, einkum gegn furunculosis Til þess nægir að senda ögn af greftri
i dauðhreinsuðu glasi.
Allar rannsóknir fyrir næmum sjúkdómum eru gerðar ókeypis,
en um önnur verk gilda eftirfarandi taxtar:
Histologisk rannsókn.................................. kr. 10,00
Smásjárrannsókn í þvagi................................. — 4,00
Einföld þvagrannsókn.................................... — 2,00
Ormarannsókn í saur.... ................................ — 5,00
Blóðrannsókn í saur ................................... — 2,00
Differentialtalning í blóði (»blóðmynd«)................ — 8,00
Blóðsykursrannsókn — 10,00
Mænuvökvarannsókn (eggjahvíta, sykur, frumutalning,
bakteriologisk rannsókn) ........................... — 10,00
Mjólkurrannsókn, einföld smásjárrannsókn................ — 4,00
—»— talning á gerlum..................... — 15,00
Vaccineframleiðsla (autovaccine)...................... — 20,00
Einföld smásjárrannsókn................................. — 4,00
Sýklarannsókn með ræktun................................ — 5,00