Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1934, Page 31
31
Slysatrygging ríkisins.
Læknisskoðun og læknisvottorð fyrir siasaða menn.
Tryggingin gefur út eyðublöð fyrir lækna, til að gefa á vottorð
um læknisskoðun þeirra slasaðra manna, sem slysatryggðir eru.
Eyðublöð þessi þurfa allir læknar að hafa jafnan við hendi eða eiga
greiðan aðgang að þeim, — þau fást hjá lögregiustjórum og á skrif-
stofu trygginganna. — Samkvæmt samningi við Læknafélag íslands,
greiðir Slysatryggingin læknum tiltekið gjald fyrir hverja skoðun
slysatryggðra manna, sem vottuð er á eyðublöð þessi.
Af eyðublöðunum eru 4 tegundir:
1. Læknisvottorð I.
Vottorð á þetta eyðublað er gefið um fyrstu skoðun eftir að slys
hefir viljað til. Vottorðið á að fylgja tilkynningu atvinnurekandans um
slysið til viðkomandi lögreglustjóra (eða hreppstjóra). Þýðingarlaust
er að gefa vottorð á hin önnur eyðublöð tryggingarinnar samtímis
þessu vottorði. — Tryggingin greiðir 5 krónur fyrir vottorðið.
2. Læknisvottorð um kviðslit.
Sé um að ræða kviðslit, gefur læknirinn vottorð á þetta eyðu-
blað, í stað læknisvottorð I. — Vottorðið fylgi tilkynningunni um
slysið. — Tryggingin greiðir 5 krónur fyrir vottorðið.
3. Læknisvottorð (dagpeningavottorð).
Á þetta eyðublað ritar læknirinn lýsingu á ásigkomulagi hins
slasaða, eftir að fyrsta skoðun hefir farið fram, þar til sýnt þykir,
hvort slysið muni valda varanlegum orkumissi. Eftir þessu vottorði
rnetur tryggingin rétt slasaðra til dagpeninga. Það er að vísu hægt
að úrskurða um dagpeninga eftir »Læknisvottorði 1« og »Örorku-
vottorði*, af því að þau gefa ýtarlegri lýsingu en dagpeningavott-
°rð, en séu þau gefin í því tilefni sem dagpeningavottorðs þarf
með, þá er og greitt fyrir þau sem slík. — Aftur á móti nægir dag-
peningavottorð ekki við fyrstu skoðun, eða til úrskurða um örorku.
— Tryggingin greiðir ekki dagpeninga lengur en i 6 mánuði; er
dagpeningavottorð því þýðingarlaust að þeim tima liðnum. — Þýð-
ingarlaust er og að gefa þetta vottorð tíðar en á vikufresti. — Vott-
orðið má senda beint til tryggingarinnar; greiðir hún 2 krónur fyrir
vottorðið.
4. Örorkuvottorð.
Þegar sýnt þykir, að slysið muni valda varanlegum orkumissi,
þá gefur læknir lýsingu á ástandi slasaða á þetta eyðublað. — Venju-
'ega er þó þýðingarlaust að gefa vottorð þetta fyrr en liðnir eru
4—6 mánuðir frá því að áverkar af slysinu eru fullgrónir. — Vott-
orðið má senda beint til tryggingarinnar, og greiðir hún 10 krónur
fyrir það.
Jafnótt og Iæknisvottorð á framangreindum eyðublöðum berast