Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Blaðsíða 76
62
Eftirlaunasjóður Reykjavíkurborgar.
A. Tillög til eftirl.sj. Tala fastra starfsm. 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941
I. Bæjarsjóður:
Bæjarskrifst. o. fl. 36 37 38 38 36 34 36 37 37 35 58 61
Brunamál 13 13 13 13 14 14 14 15 15 15 15 15
Löggæzla 14 12 13 12 12 27 40 40 61 61 64 61
Bamafræðsla . . 45 74 79 78 84 95 99 92 97 97 105 103
Sundhöll 11
I. Samtals ... 108 136 143 141 146 170 189 184 210 208 242 251
II. Gasveita 16 19 19 19 25 27 27 27 27 29 28 25
III. Rafmagnsveita . 33 33 35 45’ 45 47 50 65 61 65 74 79
IV. Höfn 14 13 13 12 12 12 12 12 20 20 23 25
I,—IV. Alls .. 171 201 210 217 228 256 278 288 318 322 367 380
Tillög í 1000 kr. I. Bæjarsjóður: 9,8
Bæjarskrifst. o. fl. 9,5 9,9 10,4 10,4 10,3 10,6 10,9 11,2 11,2 17,9 22,3
Brunamál 3,3 3,3 3,3 3,3 3,5 3,5 3,5 3,6 3,7 3,8 4,4 5,3
Löggæzla 3,5 3,0 3,3 3,1 3,1 6,6 9,3 9,7 15,1 16,1 17,4 20,0
Barnafræðsla .. 3,5 4,1 5,4 6,3 7,8 8,4 8,9 10,6 12,0 12,5 13,3 13,7
Sundhöll 3,1
I. Samtals ... 19,8 20,3 22,4 23,1 24,7 28,3 32,3 34,8 42,0 43,6 53,0 64,4
II. Gasveita 3,5 4,4 4,5 5,4 5,8 5,9 6,2 6,2 6,5 7,1 7,4 8,1
III. Rafmagnsveita . 7,9 8,0 8,5 10,5 10,5 11,2 11,9 15,5 16,5 18,1 20,9 25,7
IV. Höfn 3,8 3,6 3,6 3,0 3,4 3,5 3,6 4,0 4,2 6,4 7,6 9,4
I,—IV. Alls .. 35,0 36,3 39,0 42,0 44,4 48,9 54,0 60,5 69,2 75,2 88,9 107,6
B. Greiðslur úr eftir- launasjóði.
Tala eftirl.þega alls . 10 12 14 16 17 20 25 28 29 31 45 35
Þ. a. konur (og börn) 3 4 4 5 7 8 14 15 15 15 15 18
Af þeim ekkjur og b. 1 2 2 2 4 4 7 8 9 10 11 13
Greiðslur í 1000 kr. . 14,1 25,8 27,3 39,9 39,6 41,4 41,6 46,9 50,7 53,4 59,9 59,2
Af árstillagi % .... 40,3 71,1 70,0 95,0 89,2 84,7 77,0 77,5 73,3 71,0 67,4 55,0
Aths.: „Eftirlaunasjóður Reykjavíkurborgar“ var stofnaður með reglugjörð, sem gekk í gildi 1.
jan. 1930. Stofnfé sjóðsins var kr. 100 000,00. Eignir Slysatryggingarsjóðs Reykjavíkur gengu til
stofnunar eftirlaunasjóðsins, en það, sem vantaði á stofnféð, skyldi greiðast að VM úr Hafnarsjóði,
en 9/I0 af bæjarsjóði og Rafmagns- og Gasveitu Reykjavíkur. Af þeim hluta skyldi bæjarsjóður
greiða 5/s> Gasveita V8 og Rafmagnsveita '/<• — Slysatryggingarsj. var stofnaður 1919, en þegar
Slysatrygging ríkisins komst á (1. jan. 1926), lögðust greiðslur bæjarsjóðs til Slysatryggingarsj.
Rvíkur niður, og hafði bæjarsj. þá alls greitt kr. 26 000,00 til sjóðsins, en í ársbyrjun 1930 voru
eignir hans orðnar kr. 38 701,17, sem gekk til eftirlaunasj. — Með reglug. var árlegt gjald til
eftirlaunasj. ákveðið 6% af launum fastra starfsmanna bæjarins, næsta ár áður en greiðsla til
sjóðsins fer fram. Gjalddagi er 1. apríl ár hvert. Bæjarsjóður og fyrirtækin inna af hendi greiðsl-
umar, en starfsmennirnir taka ekki þátt í þeim. Samkv. reglug. eftirlaunasj. teljast þeir fastir
starfsmenn, sem taka föst mánaðarlaun hjá bænum og hafa skipunarbréf. (Þessu síðara atriði
hefir þó ekki verið að öllu leyti fylgt.) Eru aðeins greidd tillög til sjóðsins af launum þeirra
manna, og þar af leiðandi ber þeim einum réttur til eftirlauna. — Tillagið, sem tilgreint er í töfl-
unni, reiknast af launagreiðslum fyrirfarandi árs. Tala starfsmanna er því hér miðuð við árslok
næsta ár áður. (T. d. er tala starfsm. 1930 tilgr. 171, en það er tala fastra starfsm. í árslok 1929,
en af launum þeirra þ. á. er tillagið til sjóðsins 1930 reiknað.) — 1 töflunni er aðeins tilfært hið
árlega gjald til sjóðsins (6%), en aðrar tekjur, t. d. aukatillög, vaxtatekjur o. fl., ekki talið með.
— Full eftirlaun eru 60% af árslaunum starfsmanns, þegar hann lætur af störfum. Rétt til fullra
eftirlauna hefir hver sá maður, sem starfað hefir hjá bænum í 25 ár eða lengur, og einnig þeir, er
náð hafa 65 ára aldri og starfað minnst 10 ár. Annars fer eftirlaunaupphæðin eftir starfsaldri,
en til þess að hljóta rétt til eftirlauna, þarf starfsmaður að hafa náð 50 ára aldri og unnið minnst
15 ár hjá bænum, nema hann láti af störfum vegna vanheilsu eða slysa. Ekkja starfsmanns fær
60% af eftirlaunum þeim, sem honum bar á dánardægri. Börn á framfæri starfsmanns hljóta við
dauða hans rétt til 200,00 kr. eftirlauna á ári til 16 ára aldurs, en 300,00 kr., sé móðirin einnig dáin.