Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Blaðsíða 200
186
urborgar var stofnaður 1. jan. 1930, en þá var
slysatryggingarsjóðurinn látinn renna inn í þann
sjóð. Um eftirlaunasjóð sjá bls. 62.
3. Húsfyrninga/Skipulagssjóður Keykjavíkur.
Með „Samþykkt um leigu á lóðum bæjarsjóðs
Reykjavikur til íbúðarhúsabygginga“, útg. 17.
jan. 1920 (samþ. af bæjarstj. 4. des. 1919, en
stjómarr. 14. jan. 1920), var stofnaður svo-
nefndur Húsfyrningasjóður Reykjavíkurbæjar.
Auk lóðaleigunnar til bæjarsjóðs — 4% af verð-
mæti lóðarinnar, eins og það ákvarðast með
mati samkv. lögum nr. 59, 3. nóv. 1915, um
mat á lóðum og löndum í Reykjavík — skyldi,
eftir nánar tilgreindum reglum, greiða gjald i
húsfyrningasj., sem miðaðist við verðmæti húss
þess eða húsa þeirra eftir brunabótamati, er
leigutaki byggði á lóðinni. — Leigutími lóða
var ákveðinn í samþykktinni 75 ár, nema bæjar-
stjórn vildi ákveða styttri leigutíma fyrir ein-
stakar lóðir, þegar ástæða þætti til. Tilgangur-
inn með húsfyrningasjóði var, samkv. samþ. sá,
að endurgreiða úr honum verðmæti húsa á leigu-
lóðum bæjarsjóðs, ef bæjarstjórn vildi ekki, að
loknum leigutímanum, leyfa leigutaka, með
nýjum samningi, að láta hús, sem þá væru á
lóðinni, standa þar áfram. Endurgjaldið ákvæði
sérstök matsnefnd, eftir sannvirði hússins eða
húsanna. Um sjóðinn segir ennfr. í samþykkt-
inni: „Fé það, sem greiðist í húsfyrningasjóð,
skal ávaxta tryggilega, og þegar sjóðurinn er,
að áliti bæjarstjðmar, orðinn nægilega stór, skal
veita úr honum lán til íbúðarhúsabygginga á
leigulóðum bæjarins, gegn veði í húsunum •—.“
— Ofannefnd samþykkt var felld úr gildi með
samþykkt um sama efni, útg. 10. nóv. 1927
(samþ. af bæjarstj. 3. nóv. og stjórnarr. 7. nóv.
s. á.). Með þeirri samþykkt var stofnaður
„Skipulagssjóður Reykjavíkur". Inn í þann sjóð
skyldi húsfyrningasjóður renna, þ. 1. jan. 1928.
Tekjur skipulagssjóðs voru, samkv. samþ., y3 af
lóðarleigu hverrar lóðar, en hún var ákv. 5%
af fasteignamati lóðarinnar á hverjum tíma. Til-
gangur skipulagssjóðs var sá sami og fyrir-
rennara hans, og samþ. frá 1927, að öðru leyti
samhljóða samþ. frá 1920 í öllum aðalatriðum.
4. Gamalmennahælissjóður Reykjavíkur.
Á fjárhagsáætlun 1920 og 1921 voru veittar
úr bæjarsjóði kr. 30000,00 hvort árið „til undir-
búnings stofnunar gamalmennahælis og fram-
kvæmda, ef til kemur" (sbr. fjárhagsáætl. 1920,
lið VI. g.). Fé þetta hefir síðan verið ávaxtað
í Gamalmennahælissjóði Reykjavíkur. — Árið
1926 (12. júlí) og 1927 (23. marz) fór stjóm
Elliheimilisins Grundar þess á leit við bæjar-
stjórn, að hún léti stofnuninni í té lóð til að
byggja á nýtt elliheimili fyrir 60—70 manns, og
veitt væri lán úr gamalmennahælissjóði bæjar-
ins til húsbyggingarinnar. Bæjarstjórn sam-
þykkti að afhenda elliheimilinu lóð við Hring-
braut og Brávallagötu endurgjaldslaust, og lána
því eigur sjóðsins jafnóðum og nýtt elliheimili
yrði byggt, með eftirfarandi skilyrðum: „Vextir
séu 5% á ári. Lánið veitist til 40 ára, fyrstu
10 árin afborgunarlaust, en greiðist síðan með
jöfnum greiðslum á 30 árum. Lánið sé tryggt
með 2. veðrétti í hinu nýja húsi og lóð, næst
á eftir væntanlegu veðdeildarláni". •— Á árinu
1928 voru elliheimilinu veittar kr. 57000,00 úr
gamalmennahælissjóði, og viðbótarlán á næsta
ári þannig, að skuld heimilisins við sjóðinn var,
ásamt áföllnum vöxtum (kr. 4564,17) kr.
100000,00 í árslok 1929. Siðan hefir skuldin stað-
ið óbreytt, og engir vextir verið greiddir af
henni (fram til ársloka 1940), en þeir árlega
færðir elliheimilinu til skuldar í reikningum
gamalmennahælissjóðsins.
5. Barnahælissjóður Reykjavíkur.
Með bréfi dags. 2. júní 1919, afhenti sam-
skotanefnd bæjarstjórn afganginn af samskota-
fé vegna inflúenzunnar 1918, kr. 2329,36. Bæjar-
stjórn fól fátækranefnd 5. s. m. að íhuga og gera
tillögur um ráðstöfun fjárins. Á fundi 12. júní
samþykkti nefndin að leggja til við bæjarstjórn,
að féð væri látið standa á vöxtum fyrst urn
sinn, en síðar yrði því varið til væntanlegs
barnahælis. Féllst bæjarstjórn á þá ráðstöfun
(26. s. m.). •— Með reglugjörð nr. 122, 29. des.
1921, sem sett var samkv. lögum nr. 34, 22. nóv.
1918 um skemmtanaskatt, og öðlaðist gildi 1.
jan. 1922, var svo ákveðið (9. gr.): „Skemmtana-
skattur rennur í bæjarsjóð og skal honum varið
til bama- og gamalmennahæla, nema fyrsta
árið. Það ár skal honum varið til að koma upp
skýli fyrir verkamenn við höfnina." Framan-
greind lög frá 1918, og reglugj. samkv. þeim,
voru felld úr gildi með lögum nr. 40, 20. júní
1923, sem komu til framkvæmda 1. okt. s. á.
Skemmtanaskatturinn rann því frá 1. jan. til
1. okt. 1923 i Barnahælissjóð Reykjavíkur. Nam
sú upphæð kr. 28128,81. Til sjóðsins runnu og
1927 kr. 153,85, er Jón nokkur Nikulásson
ánafnaði barnahæli í Reykjavík í erfðaskrá
sinni. —• Árið 1935, þ. 13. sept, lagði bæjár-
ráð til, að kostnaður við að byggja eina hæð
ofan á Laugamesbarnaskóla, ásamt innréttingu
hæðarinnar og húsbúnaði, vegna hælis fyrir
veikluð skólaböm, yrði greiddur úr Barnahælis-
sjóði Reykjavíkur. Samþykkti bæjarstj. þá ráð-
stöfun 19. s. m. Þessi hluti skólans er fyrst
talinn með eignum sjóðsins 1936, en samsvar-
andi upphæð af byggingarkostnaðinum, sem
bæjarsjóður hafði þegar lagt út, færður honum
til skuldar hjá bæjarsjóði, að frádregnum kr.
19000,00, er sjóðurinn greiddi upp í skuldina
á því ári. Síðan hefir sjóðurinn greitt af skuld-
inni með nokkuð óreglulegum afborgunum.