Árbók Reykjavíkurbæjar - Dec 1941, Page 200

Árbók Reykjavíkurbæjar - Dec 1941, Page 200
186 urborgar var stofnaður 1. jan. 1930, en þá var slysatryggingarsjóðurinn látinn renna inn í þann sjóð. Um eftirlaunasjóð sjá bls. 62. 3. Húsfyrninga/Skipulagssjóður Keykjavíkur. Með „Samþykkt um leigu á lóðum bæjarsjóðs Reykjavikur til íbúðarhúsabygginga“, útg. 17. jan. 1920 (samþ. af bæjarstj. 4. des. 1919, en stjómarr. 14. jan. 1920), var stofnaður svo- nefndur Húsfyrningasjóður Reykjavíkurbæjar. Auk lóðaleigunnar til bæjarsjóðs — 4% af verð- mæti lóðarinnar, eins og það ákvarðast með mati samkv. lögum nr. 59, 3. nóv. 1915, um mat á lóðum og löndum í Reykjavík — skyldi, eftir nánar tilgreindum reglum, greiða gjald i húsfyrningasj., sem miðaðist við verðmæti húss þess eða húsa þeirra eftir brunabótamati, er leigutaki byggði á lóðinni. — Leigutími lóða var ákveðinn í samþykktinni 75 ár, nema bæjar- stjórn vildi ákveða styttri leigutíma fyrir ein- stakar lóðir, þegar ástæða þætti til. Tilgangur- inn með húsfyrningasjóði var, samkv. samþ. sá, að endurgreiða úr honum verðmæti húsa á leigu- lóðum bæjarsjóðs, ef bæjarstjórn vildi ekki, að loknum leigutímanum, leyfa leigutaka, með nýjum samningi, að láta hús, sem þá væru á lóðinni, standa þar áfram. Endurgjaldið ákvæði sérstök matsnefnd, eftir sannvirði hússins eða húsanna. Um sjóðinn segir ennfr. í samþykkt- inni: „Fé það, sem greiðist í húsfyrningasjóð, skal ávaxta tryggilega, og þegar sjóðurinn er, að áliti bæjarstjðmar, orðinn nægilega stór, skal veita úr honum lán til íbúðarhúsabygginga á leigulóðum bæjarins, gegn veði í húsunum •—.“ — Ofannefnd samþykkt var felld úr gildi með samþykkt um sama efni, útg. 10. nóv. 1927 (samþ. af bæjarstj. 3. nóv. og stjórnarr. 7. nóv. s. á.). Með þeirri samþykkt var stofnaður „Skipulagssjóður Reykjavíkur". Inn í þann sjóð skyldi húsfyrningasjóður renna, þ. 1. jan. 1928. Tekjur skipulagssjóðs voru, samkv. samþ., y3 af lóðarleigu hverrar lóðar, en hún var ákv. 5% af fasteignamati lóðarinnar á hverjum tíma. Til- gangur skipulagssjóðs var sá sami og fyrir- rennara hans, og samþ. frá 1927, að öðru leyti samhljóða samþ. frá 1920 í öllum aðalatriðum. 4. Gamalmennahælissjóður Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 1920 og 1921 voru veittar úr bæjarsjóði kr. 30000,00 hvort árið „til undir- búnings stofnunar gamalmennahælis og fram- kvæmda, ef til kemur" (sbr. fjárhagsáætl. 1920, lið VI. g.). Fé þetta hefir síðan verið ávaxtað í Gamalmennahælissjóði Reykjavíkur. — Árið 1926 (12. júlí) og 1927 (23. marz) fór stjóm Elliheimilisins Grundar þess á leit við bæjar- stjórn, að hún léti stofnuninni í té lóð til að byggja á nýtt elliheimili fyrir 60—70 manns, og veitt væri lán úr gamalmennahælissjóði bæjar- ins til húsbyggingarinnar. Bæjarstjórn sam- þykkti að afhenda elliheimilinu lóð við Hring- braut og Brávallagötu endurgjaldslaust, og lána því eigur sjóðsins jafnóðum og nýtt elliheimili yrði byggt, með eftirfarandi skilyrðum: „Vextir séu 5% á ári. Lánið veitist til 40 ára, fyrstu 10 árin afborgunarlaust, en greiðist síðan með jöfnum greiðslum á 30 árum. Lánið sé tryggt með 2. veðrétti í hinu nýja húsi og lóð, næst á eftir væntanlegu veðdeildarláni". •— Á árinu 1928 voru elliheimilinu veittar kr. 57000,00 úr gamalmennahælissjóði, og viðbótarlán á næsta ári þannig, að skuld heimilisins við sjóðinn var, ásamt áföllnum vöxtum (kr. 4564,17) kr. 100000,00 í árslok 1929. Siðan hefir skuldin stað- ið óbreytt, og engir vextir verið greiddir af henni (fram til ársloka 1940), en þeir árlega færðir elliheimilinu til skuldar í reikningum gamalmennahælissjóðsins. 5. Barnahælissjóður Reykjavíkur. Með bréfi dags. 2. júní 1919, afhenti sam- skotanefnd bæjarstjórn afganginn af samskota- fé vegna inflúenzunnar 1918, kr. 2329,36. Bæjar- stjórn fól fátækranefnd 5. s. m. að íhuga og gera tillögur um ráðstöfun fjárins. Á fundi 12. júní samþykkti nefndin að leggja til við bæjarstjórn, að féð væri látið standa á vöxtum fyrst urn sinn, en síðar yrði því varið til væntanlegs barnahælis. Féllst bæjarstjórn á þá ráðstöfun (26. s. m.). •— Með reglugjörð nr. 122, 29. des. 1921, sem sett var samkv. lögum nr. 34, 22. nóv. 1918 um skemmtanaskatt, og öðlaðist gildi 1. jan. 1922, var svo ákveðið (9. gr.): „Skemmtana- skattur rennur í bæjarsjóð og skal honum varið til bama- og gamalmennahæla, nema fyrsta árið. Það ár skal honum varið til að koma upp skýli fyrir verkamenn við höfnina." Framan- greind lög frá 1918, og reglugj. samkv. þeim, voru felld úr gildi með lögum nr. 40, 20. júní 1923, sem komu til framkvæmda 1. okt. s. á. Skemmtanaskatturinn rann því frá 1. jan. til 1. okt. 1923 i Barnahælissjóð Reykjavíkur. Nam sú upphæð kr. 28128,81. Til sjóðsins runnu og 1927 kr. 153,85, er Jón nokkur Nikulásson ánafnaði barnahæli í Reykjavík í erfðaskrá sinni. —• Árið 1935, þ. 13. sept, lagði bæjár- ráð til, að kostnaður við að byggja eina hæð ofan á Laugamesbarnaskóla, ásamt innréttingu hæðarinnar og húsbúnaði, vegna hælis fyrir veikluð skólaböm, yrði greiddur úr Barnahælis- sjóði Reykjavíkur. Samþykkti bæjarstj. þá ráð- stöfun 19. s. m. Þessi hluti skólans er fyrst talinn með eignum sjóðsins 1936, en samsvar- andi upphæð af byggingarkostnaðinum, sem bæjarsjóður hafði þegar lagt út, færður honum til skuldar hjá bæjarsjóði, að frádregnum kr. 19000,00, er sjóðurinn greiddi upp í skuldina á því ári. Síðan hefir sjóðurinn greitt af skuld- inni með nokkuð óreglulegum afborgunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Árbók Reykjavíkurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Reykjavíkurbæjar
https://timarit.is/publication/1047

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.