Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 9

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 9
Sigurður Guðmundsson var fæddur að Hofdölum í Skagafirði 4. maí 1885. Hann innritaðist í Menntaskólann í Reykjavík árið 1S04, en varð að hverfa frá námi sakir sjúkdóms. Hélt til Kaup- mannahafnar 1915 og innritaðist í listaháskólann þar. Stundaði nám í byggingarlist til ársins 1924, en jafnframt námi vann hann á teiknistofum í Höfn. Jafnframt lagði hann fyrir sig blaða- mennsku og þýðingar: þýddi meðal annars leikrit Jóhanns Sig- urjónssonar, Mörð Valgarðsson. Sigurður kom heim til íslands árið 1925 og tók þá þegar að vinna af kappi að mótun hinnar ungu listgreinar. Hann hafði víðtæk áhrif á íslenzka húsagerð á næstu árum og mótaði að meira eða minna leyti — bæði sem arkitekt og sterkur persónu- leiki — þá kynslóð húsameistara er kom fram á sjónarsviðið eftir 1930. Hann lét sig samtök listamanna miklu varða, var formaður Eandalags íslenzkra listamanna um skeið, átti sæti í dómnefnd- um o. fl. Sigurður Guðmundsson var smekkvís maður, hvort heldur var á listir eða íslenzka tungu, enda ágætur rithöfundur og átti mjög samstætt og vel valið málverkasafn. Seinustu árin vann hann að umfangsmikilli tækniorðabók fyrir Háskóla Islands og er hún nýkomin út. Frá því árið 1935 rak Sigurður teiknistofu í félagi við Eirík Ein- arsson, arkitekt. Helztu hús er Sigurður hefur teiknað einn eða í félagi við Eirík eru: Barnaskóli Austurbæjar, Elliheimilið, Landakotsspítalinn, Stúdentagarðarnir, Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi, Sjómannaskólinn, Þjóðminjasafnið, Bálstofa og kapella í Fossvogi, Rafstöðvar við Sog, auk fjölda íbúðarhúsa. Sigurður var kvæntur Svanhildi Olafsdóttur, sem lézt árið 1954. Sigurður andaðist 21. desember 1958. 7

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.