Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 31

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 31
Kirkjur Að undanförnu hefur verið mikið um kirkjubyggingar á Islandi og endur- bætur eldri kirkna. Þess er getið annars staðar í ritinu, að Neskirkja í Reykjavík er nú fullgerð og hefur verið vígð. í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd er búið að vígja nýja Hallgrímskirkju, í Reykjavík kirkju Óháða safnaðarins, kapellu í Bolung- arvík, breytta Landakirkju í Vest- mannaeyjum og Reynivallakirkju í Kjós. Gamla kirkjan í Saurbæ var flutt að Vindáshlíð í Kjós og vígð þar sem kapella K.F.U.K. Á Skólavörðuhæð er Hallgrímskirkja í- smíðum, og munu nokkrar milljónir komnar í veggjabrotin, sem búin eru. Einnig eru í smíðum Háteigskirkja og Langholtskirkja. Þá hefur Boðun fagn- aðarerindisins reist sér samkomuhús, og Fíladelfíusöfnuðurinn er að reisa stórhýsi. Uti á landi hefur verið hafizt handa um kirkjusmíði í Hornafirði og vestur á Snæfellsnesi, að ógleymdri Skálholts- kirkju, sem er fokheld og hefur fengið steinda glugga og hljómmiklar klukk- ur. Handverkfæri Byggingarvörur Blikksmíðavörur J.6. PÉTURSSON BLIKKSMiOJA • STALTUNtJUGtRÐ jArnvoruverzlun Ægisgötu 4 . Sími 15300 Húsnæðismálastjórn Við ýmsar lagabreytingar undanfarin ár hefur skipulag og stjórn hins al- menna veðlánakerfis tekið nokkrum stakkaskiptum og heitir nú Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Er þetta orðin allmikil stofnun með talsvert starfslið, enda verkefnin orðin fleiri og viða- meiri en að úthluta árlega ákveðinni upphæð til smáhúsa- og íbúðabygg- inga. Til að betrumbæta þann húsakost, sem lán eru veitt út á, hefur verið sett á laggirnarráðgjafaembættiog teikni- stofa. Einnig hefur verið skipuð svo- kölluð tækninefnd stofnuninni til ráðu- neytis, aðstoðar við mat á tæknilegum nýjungum og samningu íbúðarnorma, er hafa skal til hliðsjónar við lánveit- ingar. Norm þessi eru lágmarkskröf- ur, sem gerðar verða um hagnýti og tæknilegan frágang íbúðar, til þess að hún sé veðhæf í hinu almenna veð- lánakerfi. Fyrir skömmu voru gerðir samningar Venjulega fyrirliggjandi Þrýstivatnspípur úr asbesti fyrir vatns- og hitaveitur. Asbestsementplötur fyrir utanhúss og innanhúss klæðningu. Wellit-einangrunarplötur gips-þilplötur þakpappi Útvegum túrbínustöðvar Mars Trading Company 29 Klapparstíg 20 . Sími 17373

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.