Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 16

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 16
Suðurhli'ð Ncskirkju Neskirkja Arkitekt: Ágúst Pálsson Smátt og smátt er mönnum að skiljast, að kirkjubyggingar hafa á seinni ár- um tekið algjörum stakkaskiptum 'til samræmis við félagslegar og bygging- artæknilegar breytingar. Kirkjum er ekki lengur einungis ætlað að vera tákn um dul Guðs eða tign, heldur einnig og öllu fremur hagkvæm hús þar sem guðsþjónustur og félagsstarf safnaða fara fram, og af því mótast form þeirra og útlit. Nútímabyggingarlist hefur komið til móts við þessar nýju kröfur og skapað á grundvelli þeirra ýmis sérstæð og nýstárleg verk. Slík sjónarmið hafa ekki átt upp á pallborðið hjá ráða- mönnum íslenzks þjóðfélags, og því er ekki von að almenningur sé vel á vegi staddur í þessum efnum, enda lætur hann óspart ginnast til fíflsku- verka á borð við Háteigskirkju og Hallgrímskirkju. Neskirkja mun er fram líða stundir verða talin tímamótaverk í íslenzkri listasögu (ég skýt því hér inn í svo öll- um sé ljóst: að ég tel húsagerð til list- ar, góðrar eða slæmrar eftir atvikum) einmitt vegna þess að hún er uppreisn gegn afkára-skap og afdalamennsku. Höfundur hennar er brautryðjandi nýrra heilbrigðra og skynsamlegra sjónarmiða í íslenzkri byggingarlist, ekki sízt varðandi byggingu guðs- húsa, og það sem meira er um vert: hann sýnir okkur þau í verki. Hann hefur sjálfur gert ágætlega grein fyrir viðhorfum sínum: ,,Jeg hefi hagað lögun kirkjunnar fyrst og fremst með tilliti til þess, að hljóm- flutningur og áhrif birtu fái sem best 14

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.