Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 30

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 30
Fréttir Einangrun búin til úr plastefnum hefur nú rutt sér mjög til rúms sökum ótvíraeðra kosta fram yfir önnur einangrunarefni. REYPLAST hefur mun meira einangrunargildi en flest önnur einangrunar- efni, sem hingað til hafa verið notuð. REYPLAST tekur nálega ekkert vatn í sig og heldur einangrunargildi sínu, þó svo að raki eða vatn komist að því. REYPLAST fúnar ekki né tærist og inniheldur enga næringu fyrir skordýr eða bakteríugróður. REYPLAST er léttast einangrunarefni og hefur mestan styrkleika miðað við þyngd sína. REYPLAST er hreinlegt, auðvelt og ódýrt í uppsetningu. Það má líma á steinveggi með steinsteypu og múrhúða án þess að nota vírnet. REYPLAST er venjulega til í mörgum þykktum og hægt er að framleiða það með mismunandi styrkleika eftir ósk kaupenda. REYPLAST hefur það mikið einangrunargildi fram yfir önnur einangrunar- efni, að þar sem þörf er fyrir mjög mikla einangrun, svo sem í frystihúsum, kæliklefum og víðar, má komast af með verulega þynnri einangrun, og vinnst þannig aukið rúm. Reyplast einangrunarplötur eru framleiddar af REYPLAST H.F. Grensásveg 14. SÖLUUMBOÐ: J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 — sími 11280. Hörpu silki Innan- og utanhússmálning Nýir litir Harpa hf. Skúlagötu 52 . Einholti 8 . Símar Byggingarþjónusta Arkitektafélags Islands Arkitektafélag Islands hefur sett á stofn byggingarþjónustu til aðstoðar við almenning og fræðslu um bygg- ingarmál og byggingarlist. Hefur hún í þessu augnamiði með höndum sýn- ingu byggingarefna og fleira, sem síðar verður nánar að vikið hér í rit- inu. Skólar Undanfarin ár hafa verið reist allmörg skólahús í Reykjavík og úti um land. Hinir svokölluðu „paviliong''-skólar munu hér í meirihluta, í stað tveggja og þriggja hæða hliðarganga-skól- anna, sem áður voru almennastir. Enn er of snemmt að dæma um reynslu þessara skóla hér á landi, en þeir eiga vaxandi vinsældum að fagna erlendis. í Reykjavík eru í smíðum eða teiknun skólar við Réttarholtsveg, Dunhaga, Hamrahlíð og Laugalæk. Þá er hafin bygging kennaraskóla við Stakkahlíð. Skriðmót — háhús — háskólabíó Síðan haustið 1956 hafa verið reist í Reykjavík nokkur háhús, en svo nefn- ast hús sem hærri eru en 6 hæðir, oft- ast 8 hæðir eða meira. Samtímis hafa verið tekin í notkun við húsabygging- ar svokölluð skriðmót, en af þeim hafði áður fengizt nokkur reynsla hér- lendis við byggingu súrheysturna. Með þessari aðferð hafa nú verið byggð nokkur fjögurra til fjórtán hæða íbúðarhús, auk Háskólabíósins sem er að verða fullsteypt þegar þetta er ritað. Sú nýjung var þar viðhöfð að burðarbitar þaksins — sem eru eins konar „gittersperrur”, logsoðnar sam- an úr flatjárni —- voru settir saman á jörðu niðri, en síðan var allri burðar- grind þaksins lyft með skriðmótunum jafnóðum og salarveggir voru steypt- ir. Var þetta um 80 tonna þungi, auk þunga mótanna og þess er þeim fylg- ir. Talið er, að með þessu sparist 400 —500 þúsundir króna.

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.