Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 13

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 13
um dómi hugarfar einfaldleikans og það tillit, sem höfundar húsa þessara hafa tekið til aðstæðna og þess efnis er þeir höfðu til að byggia úr. Þeir eru svona geðfelldir af því þeir vaxa innan frá, öfugt við það sem ver- ið hefur ráðandi sjónarmið: hugsunar- hátt yfirborðsmennskunnar. Þessi dásamlegu einföldu hús og sá hugur sem þau skóp eru áminning til húsa- meistara í dag: Ef um er að ræða snið húsa, sem bera einkenni þessa skóg- lausa staðar sem við byggjum og stríðum hörðum vindum hans (niður með þstta hel. . . orð þjcðlegur stíll) þá virðist mér því bezt lýst með þess- u.m oðrum: fábrotinn, einfaldur spar- samur jafnt í veraldlegri sem í and- legri eða fagurfræðilegri merkingu. Bæir þessir eru ábending til okkar í dag: okkur ber í lífi okkar og þá ekki sízt í húsagerð að miða uppbyggingu okkar við sparsemi og nýtni. Þeir eiga ennfremur að hvetja okkur til að halda enn betur á lofti hugsjón nú- tíma byggingarlistar, en hún miðar framar ö!lu að einfaldleika og að sjá út frá kjarna hlutanna. Um leið eiga þeir að hvetja okkur til þess að halda uppi harðri andstöðu við prjálið, sýndarmennskuna og hlægilegan lux- us. Það er umhugsunarefni hve í- skyggilega hin svokallaða nútíma- © bygging hér um slóðir hefur nálgazt þessa höfuðlesti í húsagerð. H. Á. Keldur eru ofarlega á Rangcrrvöllum að austanverðu, um 15 km frá þjóð- vegi. Tvær leiðir er hægt að fara. Onnur liggur um Gunnarsholt, og er hún styttri, þegar farið er beint út úr, og betri líka, mestallt sandleið. Hin er um Hof, hagkvæmari þegar austur fyrir Eystri-Rangá skal fara. Bæjarnafnið Keldur er dregið af fornri, en ekki nútíma merkingu orðsins. Hér eru engar mýrarkeldur. Bærinn heitir eftir hinum unaðstæru uppsprettum. En slíkar uppsprettur skipta hér hundruðum, ef ekki þúsundum, og koma víðs vegar undan túninu, ákaf- lega vatnsríkar og mynda hina stóru læki, Keldnalæk og Króktúnslæk. Mjög fáir, sem koma að Keldum, vita um þessa merkingu nafnsins. Sex stafnþil eru hér í bæjarröndinni, og setja þau fagran svip á allt hér, ásamt hinum hlöðnu tröðum. Eitt þess- ara stafnþilja er inngangurinn í skál- ann, nú eina skálann á landinu og langelzta hús landsins að stofni til. Skálafyrirkomulagið var algengast í húsakynnum landsmanna öldum saman. Voru skálar við lýði nokkuð almennt fram á 16. eða 17. öld sem aðalíveruhús. Hér sunnanlands hverfa skálar að mestu leyti eða alveg um og fyrir 1800, nema Keldnaskálinn, sem stóð af sér allar tímans eymdir og breytingar, fyrir ræktarsemi þess- ara húsráðenda, sem hér hafa búið, sérstaklega tveggja hinna síðustu, er bjuggu hér í 113 ár. Skálar, sérstaklega á höfðingjasetrum fyrr, voru stórir og rúmgóðir, en dimm- ir hljóta þeir að hafa verið, með mjög litlum gluggum. Faðir minn mundi eft- ir því, að rúðurnar í tveimur fjögurra rúðu gluggum voru ekki stærri en tvö spil samanlögð. En hlýir hafa skál- arnir verið og talizt góð húsakynni, ef þeir láku ekki. Ef segja á nokkuð um aldur skálans, sem svo margir af þeim fjölda, er hingað kemur, eru þó forvitnir að vita, verður það máske ágizkun að ein- hverju leyti, en þó skemmtileg og at- hyglisverð. Bændahöfðinginn Jón Loftsson, sem kenndur er við Odda, býr hér síðustu æviár sín, en hann deyr 1197. Hann reisir hér bæði kirkju og klausturhús, sem hann ætlaði að ganga í, en entist ekki aldur til að láta vígja. Sæmundur í Odda, sonur Jóns, fékk Pál biskup Jónsson í Skálholti (d. 1211), bróður sinn, til að vígja bæði kirkju og klaust- ur og hélt hvoru tveggja við um sína daga (d. 1222). Annars fara ekki sög- ur af klaustri þessu, en í uppblásturs- rofi í Keldnatúni fannst innsigli, sem að líkindum hefur átt einhver Sveinn príor Pálsson, og bendir það til klaust- urlifnaðar hér. Líklega stendur skál- inn nú á gamla klausturstæðinu, og ekki er óhugsandi, að skálinn sjálfur sé að upphafi hluti af klausturhúsun- um. Vitanlega er margsinnis búið að gera við þetta forna hús, jafnvel minnka það til muna og einkum lækka. En viðir margir eru ákaflega fornlegir og lag hússins þvílíkt, að 11

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.