Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 11
Skáli Bærinn er eins og vin í eyðimörku. Maður ferðast um gróðurlausar auðn- ir, kolbláar sandhæðir taka við hver af annarri og maður hugsar: hér get- ur líf vart þrifizt. Endalausar naktar sléttur hið neðra allar götur til hafs, brunnir veggir gosstöðva loka útsýni til lands. Skyndilega, eins og fyrir til- viljun, ef til vill fyrir kraftaverk, fellur maður niður á lítinn sælureit, vin í eyðimörku, Keldur. Sifrandi bæjarlæk- ur, grösug tún, traðir milli hlýlegra og grasivaxinna torfveggja, suð í flugu, og maður stendur frammi fyrir því gamla góða Islandi. Hvernig má það verða að hvortveggja í senn, hefur haldizt hér við búsældarleg sveit, þrátt fyrir stöðugan ágang sandstorma og annarra náttúruhamfara og um leið hafa geymzt hér elztu uppistandandi menningarverðmæti íslenzk í húsa- gerðaríist? Mér er ekki kunnugt um hvort tilvilj- un ein hefur ráðið, en víst má telja að án atorku, þrautseigju og dugnaðar seinustu ábúenda Keldna væri þessi vin útþurrkuð af válegum sandbylj- um. Slíkt er áminning til okkar í dag að glopra ekki úr höndum okkar þeim fáu minjum um merka húsgerð, sem ennþá standa uppi. Það yrði mikil raunasaga ef rekja ætti allar þær á- gætu byggingar, húsmuni og verkfæri eldri tíma, sem glatazt hafa íyrir handarvömm og trassaskap. Að vísu hefur í seinni tíð glæðzt áhugi manna fyrir þessari fornu geymd og er hann aðallega runninn frá eldri mönnum, sem vilja varðveita þá gömlu og góðu tíð er þeir voru og hétu. En bæir þessir eru meira en hreppa- rómantík eða sá alkunni tregi gamals manns, sem minnist horfinna góðra daga. I þeim birtist sígild list og eins og öll sígild list eru þeir fordæmi, skóli að læra í. Lexía hans er að mín- 9

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.