Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 19

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 19
notið sín. Alt sem snertir guðsþjónust- ur fer fram í kórnum. Hið haekkandi loft gerir það að verkum, að það, sem gerist í kórnum, ræða, tón og söngur, heyrist jafn vel hvar sem er í salnum. Jafnframt hefi jeg gefið veggjum salar- ins þá lögun, að hljóð frá kirkjugest- um berist tæplega inn í kórinn. Hið sí- hækkandi loft og hið mikla ljóshaf, sem leikur um kórinn, gefa honum svip og draga athygli að því, sem þar fer fram. Ný vísindi skapa ný efni, en þetta hlýtur aftur að leiða til þess, að ný form verða til. Því fyr sem við lær- um að þekkja og viðurkenna þann sannleika, þeim mun örari er einn hinn mikilsverðasti þáttur í framþróun menningarinnar." I aðra röndina hlýtur maður að undr- ast, að kirkjan skyldi nokkurn tíma rísa af grunni, þegar alls er gætt: ekki sizt hinna sífelldu árása sem dunið hafa á höfundi og verki hans alla tíð frá því er hugmyndin að Neskirkju fyrst kom fram. Er skylt að þakka þeim, sem að kirkjusmíðinni stuðluðu og létu hvorki andóf, skilningsleysi né árásir aftra sér. Eins og mörg brautryðjendaverk er kirkjan fjarri því að vera gallalaus. Þó ber eins að geta, þegar verk þetta er gagnrýnt: að höfundur Neskirkju var neyddur til að minnka húsið frá upp- runalegri gerð í verðlaunauppdrætti. Við samanburð kemur einmitt í ljós, að þessi röskun á húsinu veldur höf- uðgalla þess: hve ruglingsleg norður- hliðin kubbar sundur hina uppruna- legu einingu, en svo virðist sem út- byggingar norðanmegin hafi verið settar eftir aðalskípi kirkjunnar og ekki allar á sama tíma. Agallar kirkjunnar innanverðrar eru annars eðlis og að því er bezt verður séð sök arkitektsins eins: ég á við efn- ismeðferð í aðalkirkju. Heildarrúm- áhrif eru gcð, þegar inn er komið: hvert rúmformið tekur við af öðru í sí- vaxandi stærð. En strax þegar litið er inn í kór, hlýtur maður að spyrja: ÍRP ■MH r Hp ■■ ^ Séð úr forkirkju inn að söngpalli 17

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.