Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 22

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 22
Kemíkalía h.f. Arkitekt: Guðmundur Kr. Kristinsson. Sýnishornahillur: Diter Rot. Synishornahillur Verkefni arkitektsins var: að koma fyrir í eldra húsnæði skrifstofu, af- greiðslu og vörugeymslu fyrir heild- sölufyrirtæki, er aðallega verzlar með efnavörur, lyf, hreinlætisvörur o. fl. Hér verða sýndar svipmyndir úr af- greiðslusal. Allt er gert til að auka á birtu, létt- leika og reynt að láta húsrýmið sýn- ast stærra. Litur á veggjum er hvítur. Hvítur litur stækkar herbergi, gefur mesta birtu og hér fellur hann vel að hreinlætis- og lyfjarvörum. A gólfinu er ljósgrátt einlitt teppi. Húsgögn og innrétting öll eru unnin úr þrem efnisgerðum: tré, járni, gleri. Hinar einföldu járngrindur verka létt og stækka ennfremur húsnæðið. Svartur litur járns myndar skemmtilegt mót- vægi við hvíta veggina og ljósgrátt teppið. Afgreiðsluborð, tröppur, bekk- ir og hurðir eru úr rauðleitum ma- hognivið með hlýlegum lit til mót- vægis svölum áhrifum glers og járns. Skrifstofuborðplötur eru úr gleri.

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.