Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 22

Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 22
Kemíkalía h.f. Arkitekt: Guðmundur Kr. Kristinsson. Sýnishornahillur: Diter Rot. Synishornahillur Verkefni arkitektsins var: að koma fyrir í eldra húsnæði skrifstofu, af- greiðslu og vörugeymslu fyrir heild- sölufyrirtæki, er aðallega verzlar með efnavörur, lyf, hreinlætisvörur o. fl. Hér verða sýndar svipmyndir úr af- greiðslusal. Allt er gert til að auka á birtu, létt- leika og reynt að láta húsrýmið sýn- ast stærra. Litur á veggjum er hvítur. Hvítur litur stækkar herbergi, gefur mesta birtu og hér fellur hann vel að hreinlætis- og lyfjarvörum. A gólfinu er ljósgrátt einlitt teppi. Húsgögn og innrétting öll eru unnin úr þrem efnisgerðum: tré, járni, gleri. Hinar einföldu járngrindur verka létt og stækka ennfremur húsnæðið. Svartur litur járns myndar skemmtilegt mót- vægi við hvíta veggina og ljósgrátt teppið. Afgreiðsluborð, tröppur, bekk- ir og hurðir eru úr rauðleitum ma- hognivið með hlýlegum lit til mót- vægis svölum áhrifum glers og járns. Skrifstofuborðplötur eru úr gleri.

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.