Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 4

Byggingarlistin - 01.01.1960, Blaðsíða 4
Gilbarco Útvegum leyíishöfum hina heimsþekktu Gilbarco olíubrennara Stuttur afgreiðslutími Ódýrastir Beztir OLÍUFÉLAGIÐ HF Sími 24380 íslenzk íbúðarhús fjallar um íslenzka húsagerð og byggingatækni í bókinni er sýnt 31 íbúðarhús af öllum stærðum, frá smáíbúðarhúsum upp í fjölbýlishús. Birtar eru ljós- myndir utan húss og innan ásamt teikningu af grunn- fleti húsanna og skýringum við þær. Ennfremur eru í bókinni tæknilegar greinar er varða hvern húsbyggj- anda, svo sem um eldhúsinnréttingar, einangrun og upphitun húsa, lýsingu íbúða, liti og litaval, heilbrigði og hollustuhætti og hlutverk húsameistarans við bygg- ingu hússins. íslenzk íbúðarhús er bók, sem lengi hefur verið beðið eftir. Almenna Bókafélagið Skúli H. Norðdahl Um notkun starísheitisins arkitekt Árið 1939 voru hér á landi sett lög, er banna öðrum en þeim, sem til þess hafa fengið löggildingu, að bera og nota starfsheitið arkitekt, húsameist- ari. Til að öðlast nefnda löggildingu þarf umsækjandi að hafa lokið háskóla- námi og fullnaðarprófum í þeirri grein, er nefnist húsagerðarlist eða arkitektur við viðurkenndan tækni- eða listaháskóla. I vali þeirra skóla, sem viðurkenningu hafa, hefur verið leitazt við að sjá svo um, að þeir veiti sem líkastan undir- búning undir starfið, hvað snertir námsefni, námstilhögun og náms- tíma. Eins og er á öðrum starfssviðum, svo sem meðal lögfræðinga og lækna t. d., er það hlutverk Arkitektafélags ís- lands að fylgjast með því að lögum þessum sé framfylgt. Af þessum sökum m. a. var það, að fyrir rúmum þrem árum kærði Arki- tektafélagið til sakadómaraembættis- ins vegna misnotkunar á arkitekts- heitinu. Voru það tveir húsgagna- teiknarar, er höfðu tekið sér arkitekts- heiti og skrúðgarðaskipuleggjari, sem einnig hafði tekið upp heitið arkitekt. Svo furðulega vildi til, að fulltrúi saka- dómara úrskurðaði menn þessa sýkna af því að nota arkitektsheitið í heimildarleysi. Málið var sent þáver- andi dómsmálaráðherra, sem lagði blessun sína yfir úrskurðinn og lét málið þar með niður falla. Með þeim furðulegu aðgerðum kom dómsmálaráðherra í veg fyrir, að hæstiréttur athugaði flausturslega af- greiðslu sakadómaraembættisins, og felldi dómsúrskurð um það veiga- mikla atriði hvernig skilja beri lögin um notkun starfsheitisins arkitekt. Þess er að vænta að hægt verði áður en langt um líður að taka þetta mál upp til rækilegrar athugunar, ella er lagaákvæðið tilgangslaust og þá hlut- verk Arkitektafélagsins, að hafa eftir-

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.