Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 10
4
HELGAFELL
Mál kosningaúrslita er einfalt. Það
er annaðhvort já eða nei. En neit-
unin, andmælin verða ætíð skvrari og
ótvíræðari. Það er auðveldara og óbrotn-
ari athöfn hverjum manni að hafna því,
sem hann vill ekki en að velja það, sem
hann telur rétt og eftirsóknarvert. Og
þannig er það í kosningum. Þær gefa auð-
veldlega til kynna, ef kjósendur eru
óánægðir, en veita sjaldnar skýr og já-
kvæð umboð til að reka ákveðna stefnu
til enda. Ottinn við dóm kjósenda, er
fellt geti þá úr valdastóli verður því oft
sterkasta ástríða stjórnmálamanna. Það
freistar þeirra til að fela fyrir almenningi
óþægilegar staðreyndir í lengstu lög, til
að gylla fyrir honum framtíðina og kaupa
fylgi hans með alls konar fríðindum, sem
þeir einatt vita að eru þjóðinni raunverulega
ofviða. Sérstaklega er hætt við, að þessi
vcikleiki komi sterkt fram í litlu þjóðfé-
lagi, eins og á Islandi, þar sem utan stjórn-
málaflokkanna er varla til sjálfstætt al-
menningsálit, er geti forðað þeim frá því
að innilokast af múrum sinna eigin blekk-
inga og fordóma.
Eg býð yður blóð, svita og tár, sagði
Churchill við þjóð sína á einni mestu ör-
lagastund mannkynsins, og með þessu misk-
unnarlausa raunsæi bjó hann hana undir að
lyfta því Grettistaki, er fram undan var.
Það er að vísu fánýtt að vitna í styrjaldir,
því að á friðartímum er slíkur samhugur
heilla þjóða nær óhugsandi og ekki nema
að vissu marki eftirsóknarverður. Fari
hins vegar svo, að flokkadrættir og sjálfs-
blekkingar stjórnmálanna lami að mestu
ákvörðunarþor þjóðfélagsins, er þjóðskipu-
lagi voru og manngildishugsjónum mikil
hætta búin.
Stjórnmálaástandið á íslandi heíur að
undanförnu borið glögg merki vax-
andi ótta við að taka erfiðar ákvarðanir.
Kosningar þær til bæjarstjórnar, sem háðar
voru í vetur virðast ekki hafa aukið þor
þeirra, sem um stjórnartauma halda. Þær
voru raunar gott dæmi kosninga, sem fyrst
og fremst voru neikvæðar: yfirlýsing um
óánægju og óþolinmæði kjósenda. Vinstri
stjórnin fékk harðan dóm, stranga viðvör-
un. Um hitt sögðu kosningarnar lítið, hvað
mönnum helzt mislíkaði í stefnu hennar, og
enn síður hvaða ráðstafanir af hennar hálfu
til lausnar aðsteðjandi vandamálum mundu
bezt séðar af kjósendum. Voru þeir eink-
um óánægðir með aðgerðarleysi hennar og
hik, eða voru þeir of blindaðir af blekk-
ingum og sérhagsmunum til þess að vilja
taka á sig nokkrar byrðar? Töldu þeir hana
hafa gengið of langt í vinstri stjórnarstefnu
sinni eða ekki nógu langt? Ekkert sam-
komulag virðist um svör við þessum spurn-
ingum meðal stuðningsmanna stjórnarinn-
ar. Það er því sízt að íurða, þótt treglega
hafi gengið að ná samkomulagi stjórnar-
flokkanna um nauðsynlegar aðgerðir í l'jár-
málum þjóðarinnar að kosningum loknum,
enda eru loks núna, þegar þetta er ritað,
þremur mánuðum eftir kosningarnar og
fjórum eftir áramót, að koma fram frum-
vörp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í
efnahagsmálum.
Það var eðlilegt, að stjórnarandstaðan
fagnaði sigri sínum í bæjarstjórnarkosn-
ingunum. Með því náði hún því, sem virð-
ist. hafa verið meginmarkmiðið, að veikja
stjórnina í sessi. Á hinn bóginn mætti jafn-
vel fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins vera
ljóst, að þetta er ekki nema hálfur sigur,
enda lýstu forystumenn þeirra sjálfra því