Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 45
tjákmenntir^ Um gagnrýni og fleira Þegar Werther Goethes kom út, segja sögur, að ungir menn í Mið-Evrópu tóku að fremja sjálfs- morð útúr ástarsorgum að dæmi söguhetjunnar. Eftir að De Quincey skrifaði Confessions of an English Opium Eater tóku ung skáld í Englandi og Frakklandi, svo sem Tennvson og Baudelaire, að brúka ópíum og harnp. Þegar ungar, ríkar stúlkur í New York og San Fransisco höfðu lesið sögu Hemingwáys Og sólin rennur upp, flykktust þær austur á Spán til að leita ásta nautabana. Þessar þjóðsögur og aðrar slíkar, sem cf til vill er fótur fyrir, renna stoðum undir hið hégómlega „spakmæli“ Oscars Wildes um það, að listin hafi meiri áhrif á lífið heldur en lífið á listina. Nú eru víst hvergi á Vesturlöndum til ritlög, sem banni lýs- ingar á sjálfsmorðum, ópíumnautn, eða frómlegri ástleitni við nautabana samkvæmt hinum mjög svo rómantísku og tilfinninga- sömu formúlum Hemingways. Og þá ekki fremur á íslandi en ann- ars staðar. Hins vegar eru til íslenzk lög, sem banna klám á prenti. Réttmæti þeirra laga skal ekki vefengt hér, en einungis ítrekað það, sem áður hefir verið minnzt á í þessum dálki, að varlega þarf að beita þessum lögum, ef um skáldverk er að ræða. Sú hógværa athugasemd spratt af umræðum um hina norsku sögu, sem heitir Söngurinn um roðasteininn og margir mætir menn telja að hafi að geyma siðspillandi klám, þeirra meðal lögreglustjóri og starfs- menn í dómsmálaráðuneytinu. Verður látið útrætt um þessa bók í Ilelgafelli með hinni skemmtilegu grein Kristjáns All)ertssonar, sem birt er í þessu hefti — enda þótt sá, sem þetta ritar hafi enn ekki látið sannfærast um, að réttmætt eða nauðsynlegt eða æski- legt sé að banna þessa skáldsögu og vísi til fyrri athugasemda um þau mál. Á hinn bóginn mega þessar umræður vel verða til þess að minna á eina höfuðskyldu, sem hverjum fátæklegum ritdómara er logð á herðar, hve glampandi ljósi, sem áhugi hans, smekkvísi, sérvizka eða fordómar kunna annars að geta varpað á skáldverkin. Hún er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.