Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 45

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 45
tjákmenntir^ Um gagnrýni og fleira Þegar Werther Goethes kom út, segja sögur, að ungir menn í Mið-Evrópu tóku að fremja sjálfs- morð útúr ástarsorgum að dæmi söguhetjunnar. Eftir að De Quincey skrifaði Confessions of an English Opium Eater tóku ung skáld í Englandi og Frakklandi, svo sem Tennvson og Baudelaire, að brúka ópíum og harnp. Þegar ungar, ríkar stúlkur í New York og San Fransisco höfðu lesið sögu Hemingwáys Og sólin rennur upp, flykktust þær austur á Spán til að leita ásta nautabana. Þessar þjóðsögur og aðrar slíkar, sem cf til vill er fótur fyrir, renna stoðum undir hið hégómlega „spakmæli“ Oscars Wildes um það, að listin hafi meiri áhrif á lífið heldur en lífið á listina. Nú eru víst hvergi á Vesturlöndum til ritlög, sem banni lýs- ingar á sjálfsmorðum, ópíumnautn, eða frómlegri ástleitni við nautabana samkvæmt hinum mjög svo rómantísku og tilfinninga- sömu formúlum Hemingways. Og þá ekki fremur á íslandi en ann- ars staðar. Hins vegar eru til íslenzk lög, sem banna klám á prenti. Réttmæti þeirra laga skal ekki vefengt hér, en einungis ítrekað það, sem áður hefir verið minnzt á í þessum dálki, að varlega þarf að beita þessum lögum, ef um skáldverk er að ræða. Sú hógværa athugasemd spratt af umræðum um hina norsku sögu, sem heitir Söngurinn um roðasteininn og margir mætir menn telja að hafi að geyma siðspillandi klám, þeirra meðal lögreglustjóri og starfs- menn í dómsmálaráðuneytinu. Verður látið útrætt um þessa bók í Ilelgafelli með hinni skemmtilegu grein Kristjáns All)ertssonar, sem birt er í þessu hefti — enda þótt sá, sem þetta ritar hafi enn ekki látið sannfærast um, að réttmætt eða nauðsynlegt eða æski- legt sé að banna þessa skáldsögu og vísi til fyrri athugasemda um þau mál. Á hinn bóginn mega þessar umræður vel verða til þess að minna á eina höfuðskyldu, sem hverjum fátæklegum ritdómara er logð á herðar, hve glampandi ljósi, sem áhugi hans, smekkvísi, sérvizka eða fordómar kunna annars að geta varpað á skáldverkin. Hún er

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.