Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 20

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 20
14 HELGAFELL BRÉF TIL HELGAFELLS i. Það er indælt að koma heim í bæinn sinn á sumrin, úr stækju og bensínstybbu stór- borgarinnar, og anda að sér hreinu, frísku lofti norðursins, meðan dagur er bjartastur og allt í blóma. En minna gaman að sjá í bókagluggum Revkjavíkur viðurstyggileg dönsk kynvillu- og klámmyndasöfn, gefin út undir „menning- arsögulegu“ yfirskyni. Ég hafði aldrei séð slíkt í Reykjavík, áður en ég kom heim í fyrra. Ég veit ekki hvað Danmörk kann að vera komin langt í þessum efnum, en slíkar bækur myndu aldrei hafðar til sölu í venjulegum bókabúðum t. d. hér í París, heldur aðeins hjá skræðusölum í kjallara- kompum, og því aðeins að eftir þeim væri spurt. Þá er heldur ekki gaman að sjá unga stráka snúa sér við á götum miðbæjarins og hrópa skrílslegasta klám á eftir barnungum stúlk- um. Ég liafði aldrei áður heyrt neitt slíkt á götum Reykjavíkur. Þegar ég minntist á þetta í blaðagrein, og hvort ekki væri ráð að flengja svona grislinga, þá tók eitt af blöðum borgarinnar þegar í stað upp vörn fyrir þessa nýbreytni í götusiðum, og af mikl- um móði: „Sem betur fer mun ílestum Is- lcndingum finnast gróf hróp unglinga á Aust- urstræti eðlilegri og heilbrigðari viðbrögð við mannlegum hvötum (auðkennt hér) en hinar rangsnúnu og sadistísku draumsjónir Krist- jáns Albertssonar” (forustugrein í Þjóðvilj- anum 13. okt. 1957). Loks var í fyrrasumar von á þýðingu á norskri skáldsögu, Söngnum um roðasteininn eftir Agnar Mykle, og hennar beðið sumpart með kvíða og óhug, en líka af talsverðri eftirvæntingu. Því þcir sem bókina höfðu lesið báru það einum rómi, að gasalegra sóðaklám myndi vart hafa sézt á prenti á Norðurlöndum. Þá var það, að bókin var bönnuð í Noregi og Finnlandi. Og ég skrifaði nú lögreglustjór- anum í Reykjavík opið bréf. Ég benti á klámmyndabækurnar í bókabúðum Reykja- víkur, og minnti á að bóksalafélag Noregs hefði nýlega gert samþykkt um að hafa ekki þessar bækur til sölu í bókabúðum landsins. Skömmu síðar hurfu þær úr gluggunum í Reykjavík. Ég fór cnnfremur fram á að athugað yrði, hvort útgáfa á sögu Mykles teldist ekki varða KRISTJÁN ALBERTSSON: Þú skalt ekki... við lög á íslandi, eins og í Noregi og Finn- landi. Skömmu síðar var tilkynnt að dóm- stólar myndu verða látnir skera úr því, hvort svo væri, ef íslenzk þýðing yrði prentuð. Eftir það kom sú frétt, að hætt væri við ís- lenzka útgáfu, þar sem hún ætti þá hættu yfir liöfði sér að verða bönnuð. Vonandi falla þessi málalok ekki strax í gleymsku. Því þau sýna að ekki er rétt að lciða alla hluti hjá sér, sem mestu skipta. 2. En mörgum þótti súrt í brotið að verða af þeirra gleði að geta lesið þessa einstæðu sögu á móðurmáli okkar íslendinga. Fyrir skömmu síðan var þó von á einskonar uppbót fyrir þá skemmtun, sem menn liöfðu verið sviptir. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt fund um málið, og upplestri úr sögunni var lofað. Alþýðublaðið segir frá þessum fundi með mikilli hluttekningu. Það hafði verið auglýst í hádegisútvarpinu sama dag og fundinn skyldi halda, að Jóhannes skáld úr Kötlum, sem hafi verið langt kominn með þýðingu á sögunni, myndi „lesa kafla úr bókinni." Var mörgum kappsmál að tryggja sér sæti í tæka tíð. „Var fjölmenni á fundinum þegar í byrj- un,“ segir blaðið. Ekki er að efa að heyrt hefði mátt flugu anda, þegar skáldið hafði kvatt sér hljóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.