Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 22

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 22
16 HELGAFELL varða við lög (auðkennt hér), ef þeir væru sérprentaðir.“ Ættu þá þessir kaflar, sem ótvírætt varða við lög, að leyfast — af því að bókin væri ckki tómt klám frá upphafi til enda? Myndi ekki eðlilegra, að það bitnaði á bókinni allri, að höfundi láðist að fella þessa kafla úr og gefa þá út sérprentaða, til sölu í skræðu- kjöllUrunum? I öðru lagi tckur K. K. undir það sjónar- mið Gísla Olafssonar útgefanda, að erfitt sé að sætta sig við, „að unglingar eigi að ráða því, hvað út kemur af bókmenntum hér á landi.“ Segir K. K., að í hverju einstöku til- felli beri að „leitast við að meta, hvort bókin í heild sinni sé líkleg til að hafa siðspillandi áhrif á sæmilcga heilbrigt og fullorðið fólk.“ Það hefur enginn minnzt á, að unglingar eigi neinu að ráða. En það eru fleiri sem lesa bækur en fullorðið fólk. Börn og unglingar eru líka lesendur — og einmitt þeir lesendur, sem bækur hafa langsamlega sterkust áhrif á. Og ég fæ ekki séð að lestur kláms geti ver- ið sú lífsnauðsyn fyrir „sæmilega heilbrigt og fullorðið fólk“, að það væri neinn þjóðar- voði né þjóðarskömm, þótt við tækjum tals- vert tillit til æskunnar, þegar sett eru tak- mörk fyrir því, hvað þessi sérstaka neyzlu- vara megi vera ógeðsleg og eitruð. I>á nefnir K. K. Boccaccio, Balzac og nokkra aðra meiri háttar höfunda, sem skrifað hafi klám. Sumir þeirra voru uppi fyrir mörgum öldum. Hann bendir á, að þeim hafi ekki tek- izt „að fyrirkoma siðmenningunni“ — og því varla hætta á að Mvkle takist það. Nú, er hætt við, nafni minn, að einhverj- um verði að orði — að fyrr megi rota en dauðrota! Ætti þá allt að vera í lagi hve- nær sem klámrit er ekki verra en svo, að lík- legt sé að siðmenningin lifi það af? Fjalla ekki annars öll heimsins hegningar- lög um bönn gegn afbrotum, sem framin hafa verið án þess að þau yrðu banamein allrar siðmenningar? 4. Hvers vegna bar að banna bók Mykles, fremur en svo margt annað ósmekklegt um kynlíf mannanna, sem út hefur komið án þess að ég eða aðrir mótmæltu? Svo kann að virðast, sem þessu sé erfitt að svara með rökum, vegna þess að ekki getur komið til mála að vitna í ljótustu staði sögunnar. Þá myndi hvergi vera hægt að birta þetta bréf mitt. En þó vill svo til, að nú er hægt að svara þessari spurningu — með annarri spurningu: Iívers vegna las Jóhannes skáld úr Kötlum ekki upp úr sögunni á stúdentafundi? Hvern- ig hefði betur verið hægt að sanna, hver órétt- ur hefði verið framinn á þessari bók, en með því að lesa upp staðina, sem hneykslað höfðu — og spyrja: Er þetta ekki saklaust? Aðrir en skáldið hefðu líka getað gert þetta, því þarna virðast ýmsir hafa tekið til máls, af eldheitum áhuga á prentfrelsinu. Hvers vegna gerði enginn yfirvöldin hlægileg með því að lesa upp úr bókinni og spyrja fundinn: Ilver er sá, að hann finni nokkurt óbragð að þessu? Fundurinn var þó skipaður fullorðnu fólki, og væntanlega upp og ofan sæmilega heil- brigðu — svo hér var hið ákjósanlegasta tækifæri til að prófa hvort nokkur gæti hneykslast. En enginn las úr bókinni. Þrátt fyrir lof- orðið í hádegisútvarpinu, — sem auðvitað hefur stafað af einhverjum misskilningi. Því skáldinu úr Kötlum hefur aldrei eitt andar- tak dottið í hug að fara að lesa krassandi staði úr sögu Mykles upp á stúdentafundi. Menn hlutu að ganga vonsviknir heim af fundinum, því þeir voru komnir til að vera viðstaddir atburð, sem væri sjaldgæfari en Ileklugos — eða, öllu heldur, aldrei hefði komið fyrir í heiminum áður. Því alveg er óhætt að fullyrða, að aldrei liefur verið lesið upp á neinum stúdentafundi neitt svipað kláminu í sögu Mykles, þar sem hvað eftir annað er sagt frá ýmsu hinu lægsta, sem komið getur fyrir mann og konu, og af blygðunarlausri nákvæmni. 5. Eins og prentfrelsi verði ekki eftir sem áð- ur meira á íslandi en í nokkru öðru landi í álfunni, þó að reynt sé að hafa einhverja hemju á prentun kláms! Hvernig væri að Stúdentafélagið hefði umræður um, hvernig vernda beri einstaklinga þjóðfélagsins gegn forsmánarlegri misnotkun prentfrelsisins í ís- lenzkum blöðum? Þegar ég var í Lundúnum í vetur kom þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.