Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 24

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 24
18 HELGAFELL enda“ (hann er bersýnilega sadisti!), þú ekki væri fyrir annað en það, hvernig þeir hafa spillt merkingu orðsins love — ást. „Það er þeim að kenna, að hver t.ólf ára telpa veit nú, að þegar vagg-og-veltu forsöngvarinn sjmgur „/ wanna love you, love you, love yoohooo“ þá er ckki átt við þá æðstu tilfinn- ingu, sem maðurinn er fær um, heldur lág- lyndustu kynferðismök.“ En hver segir að Sinatra og Gallico séu ekki hreinræktaðir íhaldsskarfar — og það sé ein- mitt klámljóða-höfundurinn, sem snúi fram mót því sem koma skal? Og því skyldi þá ekki litla ísland reyna að tolla í tízkunni? Fvrir nokkrum árum var haldið jitterbug-mót í Reykjavík, með þátt- töku víðsvegar af landinu. Eitt blað birti mynd af verðlaunaparinu, kavalerinn á ein- um fæti, daman á lofti — og ekki annað sýnna en að til stæði að leggja hana á al- þekktu glímubragði. Segi menn svo að við cigum ekki unga hátízkufrömuði meðal blaða- manna, — sem elcki láti sér allt fyrir brjósti brenna. Hvers vegna skyldum við ekki fylgjast með heimsmenningunni — í stað þess að púkast við að halda í eitthvert borgaralegt velsæmi? Hver kærir sig vfirleitt um siðferði, þcgar búið er að brennimerkja allt siðferði sem borgara- legt? Erum við þá ckki lausir allra mála? Hvers vegna skyldum við ekki allir gerast plebbar og fífl — úr því vitna má í útlendar fyrirmyndir? Erum við annað en smáþjóð, sem má þakka fyrir meðan hcnni er ekki bannað að herma eftir sér stærri þjóðum? Hvenær stendur fyrsti lærisveinn Henning- sens á Lækjatorgi og selur klámmyndir, og fær ekki að gera það fyrir slettirekuskap lög- reglunnar — og einn ritstjórinn segir söluna „eðlilegri og heilbrigðari viðbrögð við mann- legum hvötum“ en tiltektir Iögreglunnar, en annar fer í Stúdentafélagið og heimtar fund til varnar frelsi og heimsmenningu á íslandi? Því skyldi ekki allt vera hugsanlegt — úr því enginn gctur sannað hvað snúi fram og hvað aftur? 7. Maðurinn beygir sig í mörgu, sem máli skiptir, fyrir tilfinningum — fegurðartilfinn- ing, sómatilfinning, og siðalögmálinu í brjósti sér, sem Kant talar um, og telur, ásamt stjörnuhimninum, furðulegar.t af öllu furðu- legu. Árni Pálsson sagði, einhverju sinni þegar talið barst að ljóðagerð íslendinga: „Öldum saman var ekki ort ástarkvæði á íslandi, að- eins klám. Og ber það ekki vott um mjög lyrískt innræti. Og ef satt skal segja ekki um sérlega fínt innræti.“ Þjóðirnar eru sjálfsagt svipaðar að innræti, um flesta hluti, en yfir þær ganga ýmsir tímar, og ýms áhrif, ýms vaxtarskeið. En Árna Pálssyni fannst klámkveðskapur íslend- inga vcra myndin af því, sem var ófínt í þjóðinni. Sömu skoðun á slíkum samsetningi hafa andans menn þjóðanna æfinlegaflaft, um heim allan og á öllum tímum — og menn- irnir yfirleitt. Þess vegna hefur klámritum verið gefið hið sérstaka heiti pornografía, til aðgreiningar frá heilbrigðum bókmenntum — eins og kláðakind er haft til aðgreiningar frá ópestsjúku fé. Fram til síðustu tíma hafa eng- ir höfundar, sem töldust skrifa bókmennt- ir, boðið upp á frásagnir þar sem jafn-lágt væri lagzt og í sögu Mykles. Dekameron og Contes drolatiques (sem Balzac skrifaði ung- ur — og aldrei neitt slíkt framar) eru feimnis- legar bækur samanborið við sögu Mykles. Skáldin hafa talið klúrt tungutak í um- tali um kynlíf mannanna fyrir neðan virð- ingu sína, og nákvæmar, blygðunarlausar frá- sagnir um líkamlegar athafnir í sambandi við svölun fýsnanna óboðlegt smekkleysi, — og ekki hlutverk skáldlistarinnar. Þó að finna megi sitthvað berort í miklum bókmenntum, þá á það hvergi við, ef ekki einmitt hér, að undantekningin staðfestir regluna. Reglan var hóf, hlífni, blygðun, að fara fljótt yfir sögu, og á siðaðra manna máli — öll frásögnin gerð sem gerólíkust hinum gleiðmynnta, glað- klakkalega máta rit-plebba hinna síðustu tíma. Allir höfundar sem mest hafa unnað kon- unni, og ástinni, hafa hlotið að hafa andstyggð á klúru tali. Líka þeir, sem voru hneigðir til marglyndis í kvennamálum, og ekki við eina fjöl felhlir, en unnu konum meir en flestu eða öllu öðru. Ég skal taka dæmi af hinum mikla trúarleiðtoga Araba, því ég hef verið að lesa um hann, og blaðað í Kóraninum hans. Múhamed var allra spámanna mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.