Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 12
6 HELGAFELL hálfu flokks, sem af fullkomnu ábyrgðar- leysi hefur unnið á móti hverri tilraun til að reka heilbrigða stefnu í efnahagsmálum eru ekki einskis virði. Með þeim og með þegjandi samþykkt kommúnista á dvöl varnarliðsins hér á landi hafa verið dregn- ar úr þeim verstu vígtennurnar. Og þótt rándýrseðlið hafi vafalaust ekki breytzt við þetta, líður áreiðanlega nokkur tími, áður en aðrar jafnhvassar vaxa í þeirra stað. Reynslan bendir að vísu til þess, að al- mennar kosningar séu ekki mjög full- komin aðferð til að kanna vilja þjóðar- innar, en þær eru engu að síður bezta leið- in til þess, sem völ er á, og þingræðið er hið eina stjórnarfar, sem hefur getað til langframa varðveitt frelsi og mannréttindi. Þó verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim, sem unna hugsjónum lýðræðis- ins, að hið ytra form hrekkur skammt til að tryggja þegnunum þau réttindi og frelsi, sem til er ætlazt. Ákveðnum skilyrðum þarf að fullnægja til að kosningar geti gef- ið til kynna raunverulega afstöðu kjós- enda. Frjálst val getur aðeins byggzt á réttum upplýsingum um þá kosti, sem um er að velja. Ein meginforsenda full- komins þingræðis er því, að fyrir kjós- endur séu lagðar réttar spurningar, er reist- ar séu á grundvelli þekkingar og raunsæis, því að án þess er hætt við, að svör þeirra verði marklitil. Allir stjórnmálaflokkar á íslandi — og reyndar víðar — hafa fallið fyrir þeirri freistingu að gylla framtíðina fyrir kjós- endum, en reynt jafnframt að breiða yfir erfiðleikana og vandamálin. En það hefur þráfaldlega sýnt sig, að sigrar unnir á röng- um forsendum eru lítils virði. Áróðurinn bindur hendur þeirra, sem beita honum, unz þeir geta ekki rekið þá stefnu, sem þeir þó vita réttasta. Það er ekki sízt þörf á, að kosningar veiti umboð til að fram- kvæma þá hluti, sem kunna vera erfiðir og óvinsælir, en eru þó nauðsynlegir. Slík umboð eru þó því aðeins veitt, að stjórn- málaflokkarnir þori að fara fram á þau við kjósendur. Enginn lýðræðisflokkanna þriggja hefur ástæðu til að vera ánægður með þróun mála hér á landi síðustu árin, hvað sem líður sveiflum í hylli meðal kjósenda og þingfylgi. Við hefur verið að stríða lát- lausa erfiðleika í efnahagsmálum, sem eng- in haldgóð lausn hefur fundizt á. Fáir hafa haldið því fram, að orsakir þessara örðug- leika hafi verið svo flóknar, að ekki hafi verið hægt að leysa þá vegna ónógrar þekkingar. Hitt er sönnu nær, að flokka- drættir og hagsmunabarátta hafa öllu öðru fremur orðið til að torvelda lausn vanda- málanna og fela raunverulegt eðli þeirra fvrir alþýðu manna. Baráttuaðferðir kommúnista og ótti hinna flokkanna við ofbeldisstefnu þeirra hefur vafalaust átt mikinn þátt í því að skapa þetta ástand. Hins vegar ætti mönn- um að vera orðið það ljóst, að til lengdar eru engin vopn bitrari gegn kommúnistum en heilbrigt stjórnarfar byggt á virðingu fyrir því, sem er satt og rétt. Ef stjórn- málaflokkarnir treysta sér ekki til að hlíta þeim dómi, sem kjósendur kveða upp á grundvelli þeirra upplýsinga, sem menn vita réttastar, er lýðræðið harla lítils virði. Og i baráttunni við kommúnista gildir sannarlega ekki, að heppilegast sé að gjalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.