Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 15

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 15
ÖLL ÞESSI GÆÐI 9 aðkomnu fegurð, af því að hann hafði af fjárhagsástæðum ekki leyft sér að gera miklar kröfur undanfarið og gat ekki dulið sjálfan sig þess, að hann hafði stundum lagzt lægra en hann taldi sér samboðið. Smolenski var fínn með sig, eins og lágvöxnum mönnum er títt, og lagði rækt við þann eiginleika eins og allt það í fari sínu, sem hann taldi bera vott um áskapaða heldrimennsku. En atvikin hög- uðu því svo, að hann hitti ungfrú Perez ekki þennan dag og aldrei framar. Er hún úr þess- ari sögu. En það væri eftir öðru, þó að örlögin hefðu sent hana alla leið sunnan úr Trinidad í veg fyrir Smolenski til að koma róti á sálarlíf hans þegar sízt skyldi og hann þurfti einna mest á biðlund og festu að halda. Á meðan Smolenski var að semja við Bern- stein, tók að rigna þungu, dimmu vetrarregni og af því að Smolenski vildi ekki stanza hjá kaupmanninum lengur en brýn nauðsyn var til (honum hafði í lengstu lög tekizt að beina athygli Bernsteins frá því, að það hafði verið stungið ofurlítilli bréfsnuddu inn í aðra klukk- una að aftan til að koma í veg fyrir að verkið skrölti), ])á ákvað hann að hraða sér í skjóli við loftbrautina, sem ennþá lá með þökum eftir endilöngu Third avenue, þó að nú sé búið að rífa hana, og standa af sér regnið hjá Kelly. Um leið og Smolenski kom inn á Kellys-bar, fann hann að þar voru einhverjir nýir gestir f.vrir, en sá ekki, hvar þcir stóðu. Úti á Third avenue var skuggsýnt af úrkomu, og það mátti heita dirnmt í krónni inn með barnum. Þetta var langur og mjór bar eins og gerist á þessum slóðum, og mjög illa lýstur, bæði til að spara rafmagn og hreingerningu. Á hverj- um degi bar Kelly sag á gólfið, án þess að sópa burt því sem fvrir var. Langir mottar hengu í sperrum, en fíngerðari hégómi las sig niður eftir veggjum og speglum allt ofan í seilingarhæð húsráðandans. Smolenski hristi sig, en tók ekki ofan strax, lagðist upp að barnum og sneri baki að dyrum. Vatn rann úr hatti hans og skall á barinn, en Smolenski strauk það burt með handarjaðr- inum. um leið og hann gaf bargestunum auga. í fljótu bragði þóttist hann bera kennsl á alla viðstadda, en hann sá enn óglöggt inn fyrir miðjan bar, og fannst óðara og hann leit af þeim, að einhverjum væri ofaukið. I sama mund kom Kelly sjálfur fram með barnum að innan og hélt uppi hrókaræðum, en lét sem hann sæi ekki Smolenski. Engu að síður renndi hann óðar bjór í glas (þvegið) og setti það í námunda við gest sinn, en gætti þess að láta sér ekki verða orðfall: ,, . . .morð- ingjar eru rétt eins og annað fólk, að minnsta kosti í sjón. Sumir eru gáfaðir. Ég hefi þekkt nokkuð marga, og ég myndi treysta þeim öllum eins og sjálfum mér. Mér liggur við að segja, að ég hafi aldrei þekkt traust- ari menn. Til dæmis stela sannir morðingjar aldrei. Það eru bara þjófarnir, sem gera slíkt, og þjófar mvrða líka oft, en þeir eru ekki rnorð- ingjar fyrir það. Morðingjar eru sérstök mann- tegund, sem hafa fengið slæmt orð af ýmiss konar glæpalýð, sem enginn ætti að taka mark á. . . Harry Smolenski til dæmis að taka, sem við þekkjum öll, hann var sannur morð- ingi, jafnvel þó að hann hefði ekki myrt mann nema í sjálfsvörn. Hins vegar skeði það austur í Sofíu í Búlgaríu, þegar hann var í leyniþjónustu Rúmena, og út af konu eins og vera ber. En það, sem ég vildi leggja áherzlu á, er hitt, að Smolenski hefir alla þá mannkosti til að bera, sem morðingja mega prýða. . .“ Hér dej)laði hann loks auga til Smolenski, og Smolenski brosti til að þókn- ast vini sínum og sumir hlógu. Kelly þótti ekki að öllu leyti skemmtilegur barmaður. Hann tamdi sér stundum nokkuð íburðar- mikið tal á írska vísu, og liann var full-kátur fyrir Third-avenue-fólk yfirleitt, en hann var ónízkur og skrifaði hjá mönnum glas og glas. Um leið og hann þagnaði tók Smolenski eftir því, að einhver hélt áfram að hlæja innar með barnum, óþarflega lengi, þó að það gæti auðvitað verið að einhverju öðru en fyndni Kellys. Allt í einu stóð við hlið Smolenskis ofurlítil kona, ljóshærð, með gula eyrnalokka, og áður en Smolenski gerði sér frekari grein fvrir konunni, var honum ljóst, að eyrna- lokkarnir voru úr skíru gulli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.