Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 18

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 18
12 HELGAFELL er. Mér er eftir á að hyggja ekkert vandara um en öðrum. Ég hef á ýmsum tímum æv- innar drukkið í stórum stíl viský, gin, kampa- vín eða blek eftir atvikum. Ég bið yður að af- saka, ef ég sýnist vera yngri en ég er. Það er snyrtistúlkunni minni að kenna. Þarf ég að leyna yður nokkru?“ Smolenski brosti. Honum leið betur strax og liann fór að hlusta á hana. Hann þóttist finna, hvernig hann gæti talað við þessa stúlku. Hún hlaut að vera ung, og hann sann- færðist um það, sem hann hafði raunar alltaf vitað, að allar velklæddar, ungar stúlkur, sem töluðu með þessum tízkulega, karlmannlega hreim, ættu bágt. Hann gat verið föðurlegur, og það var í raun og veru hið eina hlutvcrk, sem hentaði honum. „Þér eigið ekki að tala svona“, sagði hann. Kelly kom fram og hellti þegjandi Ijósgulu maísviský fyrir stúlkuna. Hann virtist vera í betra skapi og allt að því ódrukkinn. Hann beið í uppgerðareftirvænt- ingu, þangað til Smolenski áttaði sig og rétti honum dollar. „Þakka þér fvrir“, sagði hann og hneigði sig, „það er Ijóta veðrið“. Hann taldi skiptimyntina vandlega fram á borðið. „Fimmsentungur handa frökeninni til að spila fyrir“, sagði hann og gekk innar með barnum til að sinna öðrum. Smolenski hló ánægjulega. „Kelly er ágætur“, sagði hann. „Hann getur verið anzi fyndinn“. „Já“, sagði Helen Fen- shaw. „Má ég fá þessi fimm sent?“ Smolenski var að jafna sig. Ilann ákvað að bíða við (eða var annað viðeigandi, cins og komið var?), þangað til ókunnugi maðurinn kæmi fram, jafnvcl þótt það kvnni að kosta hann allt, sem eftir var af pantfénu frá Izzy Bcrn- stein. Ilann gerði sér í hugarlund, að þau mvndu öll spjalla saman um stund, og hann ætlaði að þiggja í glas hjá Mr. Fenshaw (eða var það ekki Mr. Fenshaw?). Það gat orðið kunningsskapur. Honum var alltaf að leggj- ast eitthvað til. Hann vonaði, að Mr. Fenshaw færi að koma í ljós. „Þú ert ekki lengi að koma þér vel, eða er hún kannske auðtekin“, sagði Kelly og fyllti glösin aftur. (Var það missýning eða las hann heift úr bólgnum augum Kellys?) „Mér var að detta í hug, IIarry“, sagði hann lægra, „livort þú vildir ekki bjóða henni eitthvað annað. Þetta er varla staður fvrir hana eða finnst þér það?“ Hann gerði sig einlægan, allt að því sauðarlegan í framan. „En maðurinn?“ spurði Smolenski. „Hvaða maður?“ „Maðurinn, sem hún er með. Mr. Fenshaw eða hver það nú er, sem bíður eftir henni?“ Kelly hló, svo að hann fékk hósta. Ilann gnísti tönnum. „Ilann? Það er ekki maðurinn hennar. Eig- inlega er hún ekkert með honum lengur. Hann eltir hana, en ef satt skal segja þá er hún að reyna að losna við hann. Þetta er illmenni. Ég skal sjá um Iiann. Þú mátt trúa því, að þú gerðir lienni mikinn greiða, cf þú byðir henni út og losaðir hana við hann í þetta sinn“. Smolenski var á báðum áttum. Hann var orðinn talsvert drukkinn, og honum leizt vel á hlutverk verndarans. En honum stóð beig- ur af öllum árckstrum. Hann hefði alltént kosið að vera búinn að sjá Mr. Fenshaw áður. En Kelly tók af skarið. „Bjóddu henni. Vittu, hvað hún segir?“ „Vittu, hvað hún segir“, cndurtók hann og gnísti tönnum af óþolinmæði. „Þú ræður', sagði Smolenski, „en ég var nú eiginlega búinn að ætla mér annað.“ „Þetta er einhver sætasti maður, sem ég þekki“, sagði Helen Fenshaw. Ilún var ofur- lítið óstyrk á fótunum. „Og heitir Smolenski“. „Smolenski", endurtók hún, eins og hún hefði alltaf vitað, að fyrr eða seinna hlyti hún að rekast á þvílíkt nafn. Smolenski ræskti sig. „Mér var að detta í hug“, sagði hann. „Hvað, elskulegi litli fótaveiki maður?“ spurði Ilelen Fenshaw. „Gætum við ekki farið og skemmt okkur svolítið saman?“ „Jú“, sagði Helen, „jú, auðvitað“. „Það er bara“, Smolenski leit til Kellys, en liann var að horfa annað. „Það er bara, hvað?“ spurði Helen. „Ó, ég skil. Erum við peningalaus? Ég kann ráð við því, Við tökum þetta drasl og pantsetjum

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.