Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 21

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 21
ÞÚ SKALT EKKI . . . 15 En margt fer öðruvísi en ætlað er. Skáldið kvaðst ekki kominn til að lesa upp úr sög- unni — heldur aðeins kafla úr ritlingi, sem l>að hefði um liana samið. Má nærri geta hvernig fundarmönnum varð við. Alþýðu- blaðið lýsir því: „Mátti sjá vonbrigði á mörgu andliti í salnum er í ljós kom, að ekki yrði um neinn beinan upplestur úr hinu merka riti að ræða.“ En það er mannlegt eðli að gefa ekki upp alla von fyrr en í harðbakk- ann slær, eða eins og Alþýðublaðið orðar það: „En þó létu menn kyrrt liggja, sennilega í þeirri von að talsvert yrði um tilvitnanir í bókina í þessum köflum, og hafði Jóhannes gott hljóð meðan hann Ias.“ Hver efast um það? En tilvitnanir í bókina, nokkrir krass- andi staðir úr hinu „merka riti“ — komu ekki. A eftir voru svo fluttar nokkrar ræður, um prentfrelsi. Svo gengu menn heim, gegn- um svartnættið, með vonbrigðin — og vafa- laust margir hverjir gramir, því hverju var eiginlega hægt að treysta, ef sjálft hádegis- litvarpið var misnotað jafn-herfilega, og á al- óviðkunnanlegasta hátt ? 3. Það skal fúslega viðurkennt, að vert sé að ræða, hverskonar tal um kynferðisleg efni skuli leyfa, og hvað banna. Kristján Karls- son skrifar um málið í Helgafelli, og drepur á höfuðatriði, sem íhuga verði. Hér kemur tvennskonar ótti til greina. Það er margt vel um hina norsku skáld- sögu, og skal ekki reynt að draga í efa, að bæði þýðara og væntanlegum útgefanda hafi gengið gott til. Hins vegar eru verstu staðir í sögunni þesslegir, að mér þótti sýnt, að ef íslenzk útgáfa yrði leyfð, þá hefðu „yfirvöld landsins þar með afsalað sér réttinum til að beita lögum nokkru sinni framar gegn sölu klámrita og klámmynda“ — eins og ég komst að orði í bréfi mínu til lögreglustjóra. Mér hraus hugur við þeim nýja, blómlega at- vinnuvegi, sem upp gæti risið, og haft þessa bók Mykles að skálkaskjóli. (I þessu sam- bandi má geta þess, að íslenzk blöð, ein allra venjulegra dagblaða, virðast haldin þeim mis- skilningi, að þeim sé skylt að birta hverja þá auglýsingu, sem að þeim er rétt. Ég held, að engin önnur blöð, sem teljast vilja forustu- blöð, birti auglýsingar um bækur, þar sem fólki séu kenndir „sogkossar“ og „kvalakoss- ar“ og annað ámóta). Hins vegar er svo umhyggjan fyrir prent- frelsinu, óttinn við að fordæmi um bann gegn klámi kunni að verða misnotað, lögunum beitt gegn verkum, sem hafa mikið bók- menntagildi, hvenær sem eitthvað orkaði tví- mælis í umtali eða lýsingum á kynferðislegu athæfi. Slíkur ótti er auðvitað réttmæt.ur. En er þar fyrir hægt að leyfa hvað sem er? Kristján Karlsson bendir á, að hugtakið „klám“ sé ekki skýrt í íslenzkum hegningar- lögum. Og ennfremur: „Eins og stendur verð- ur ekki betur séð, en að menn verði að sitja uppi með persónulegar skoðanir lögreglu- stjóra og starfsmanna dómsmálaráðuneytisins í staðinn.“ Veit Kristján Karlsson um nokkur hegn- ingarlög svo nákvæm og skýr, að þau verði framkvæmd án þess að til komi mat þeirra, sem dæma eiga, á eðli og saknæmi afbrota? Til þess læra menn lög, að vita hvað er átt við með bókstaf þeirra. Og allir vitum við, ekki aðeins lögfræðingar, hvað við er átt, þegar lög banna útbreiðslu og sölu á klámi, eða því, sem á öllum öðrum málum kallast pornografía — eða skækjubókmenntir (af gríska orðinu pomé, sem þýðir skækja). Att er við skrif um kynferðislcg efni, sem séu andstyggileg að anda eða orðfæri; svínsleg (á daglegu máli); líkleg til að meiða velsæmis- tilfinningar lesenda, hafa spillandi áhrif á hugsun og ímyndun — og þar með líf mann- anna. íslenzk lagaákvæði um bann gegn birtingu kláms geta ekki verið skýrari en þau eru. Og framkvæmd þeirra, eins og allra annarra ákvæða um afbrot og glæpi, verður að felast löggæzlu og dómsvaldi landsins. Ef ég skil Kristján Karlsson rétt, erum við sammála um aðalatriðið, að þegar klám nái vissu stigi, hljóti það að varða við lög — enda gerir hann ráð fyrir, að bækur geti haft „siðspillandi áhrif“. En hann vill að yfirvöldin hafi tvennt í huga, „til að forðast að þrengja að anda prentfrelsisákvæða stjórn- arskrárinnar.“ í fyrsta lagi sé engan veginn víst, „að heil bók geti af sanngirni kallast klámrit. þó að einstakir kaflar hennar myndu ótvírœtt

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.