Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 25
ÞÚ SKALT EKKI . . .
19
legastwr, frábitinn meinlætum. Ilann gat ekki
liugsað sér, að menn fengju ekki annað en
eilífan englasöng að launum fyrir gott og
frómt líferni, og lofaði guðhræddum mönnum
ungum, fögrum svarteygðum konum í para-
dís. „Þrennt hef ég elskað mest,“ sagði spá-
uiaðurinn „konurnar, dýrlegan ilm og bænina
til guðs.“ En þegar hann nefnir þær veigar,
sem bíði góðra manna í paradís, til að skála
i við vini sína, þá hirðir hann ekki að geta um
nema aðeins einn kost á drykknum: „hann
leiðir ekki til ósiðlegs tals né syndar.“ Ósið-
legt tal var synd, að dómi spámannsins. Eða
þjónusta við ófínt innræti. Það hefði verið
gaman fyrir báða, ef þeir hefðu getað hitzt,
Arni Pálsson og Múhamed. Því þeir hefðu
skilið hvor annan.
.8
Stórskákl heimsins, svo sem Rússarnir
uiiklu, Dostojefsky, Tolstoj, Tsjékov, hafa
komizt furðu langt í því að lýsa mannlegu
b'fi hræsnislaust, öllu sem vert er að lýsa, án
þess að neitt sé í bókum þeirra, sem nokkurn
þurfi að hneyksla. Hvar er þar nokkuð, sem
ekki sé hægt að lesa upp á hvaða samkomu
sem væri? Holdlegar ástríður ski])a þar sitt
eðlilega rúm, sem meginþættir í lífi og ör-
lögum, en frásögn öll af hreinum hug og orð-
í;eri af náttúrulegri blygðun hins siðaða
manns. Ekkert er fjarskyldara stíl þeirra og
hugsun en strembingur minni höfunda síð-
ari tíma við að setja ný og ný heimsmet í
»frjálslyndi“ og „ hugrekki“, sem ekki er ann-
uð en smekkleysi og apaháttur.
Hin miklu skáld hafa trúað því að eitt
þieginhlutverk bókmennta væri að siða mann-
Inn> og að honum liði því betur því meir
sem hann „mannaðist“ — þarna á íslenzkan
gott orð. Þau hafa trúað því, að vaxandi
fjarlægð milli manns og dýrs, fegrun siða
°g fágun innrætis væru frumskilyrði mann-
legrar hamingju.
Aðdáanlegur er þessi kafli í bréfi frá
Tsjékov til bróður hans, og lýsir skáldinu
VeL og sennilega bróðurnum líka:
»I>Ú hefur oft kvartað yfir því við mig, að
fólk skilji þig ekki. Goethe og Newton kvört-
uðu ekki yfir slíku. . . Fólk skilur þig full-
VeL og ef þú sjálfur ekki skilur þig, þá er
þér einum um að kenna. Þú hefur aðeins
einn galla, eina vöntun, og vanlíðan þín staf-
ar cingöngu af henni. Þessi galli er nær alger
skortur á fágun (kúltúr). Þú verður að fyrir-
gefa mér, en vinátta verður að víkja fyrir
sannleikanum. Þú verður að skilja, að lífið
setur sín skilj'rði. Til þess að líða vel hcima
hjá'sér, og njóta sín innan um menntað fólk,
verður maður að hafa fágazt, að minnsta
kosti að vissu marki. Að mínu viti verður
fágaður maður að fullnægja eftirfarandi skil-
yrðum: að h@nn sýni hverjum manni fulla
virðingu, og sé þess vegna æfinlega góður,
mildur, kurteis og reiðubúinn að láta aðra
ganga fyrir; að hann forðist lygina, eins og
heitan eldinn, segi ekki ósatt, heldur ekki í
smámunum; að hann geri ekki lítið úr sjálfum
sér til þess að vekja vorkunn; ef hann hefur
sérstaka hæfileika, þá leggur hann rækt við
þá, og hann re.vnir að göfga sínar kynferði-
legu eðlishvatir. Og svo framvegis. Það nægir
ekki að hafa lesið Piclcwick Papers eða kunna
eintöl úr Faust utan að.“
9.
Stuiidum hefur verið vitnað í orð Oscar
Wilde: „Bækur eru hvorki siðlegar né ósið-
legar. Þær eru vel cða illa skrifaðar, það er
allt og sumt.“
Myndi þetta líka eiga við t. d. um guðspjöll-
in — eða Das Kapital eftir Karl Marx? Eða
myndu bækur geta haft áhrif, sem að minnsta
kosti væru ekki eingöngu stílnum að þakka
cða að kenna?
Mér finnst orð Wildes ámóta viturleg og ef
einhver segði: Menn eru hvorki spitltir né
óspilltir, gáfaðir né heimskir, göfugmenni né
varmenni, heldur fallegir eða ófríðir — það
er allt og sumt.
Wilde var, af sérstökum ástæðum, og með-
an allt lék í lyndi, ekki við annað meira upp-
sigað en orðið moral. Ekkert mátti vera moral,
eða minnsta kosti allt lagt að jöfnu í þeim efn-
um ■— og hvert tækifæri gripið til að gera
allar vangaveltur út af slíkum hlutum hlægi-
legar. Þessi hrokafullu látalæti vöndust ekki
af Wilde fyrr en í fangelsinu, þegar hann skrif-
aði játningu sína og sjálfsásökun, í De
'projundis. „I took pleasure where it pleased
me“, o. s. fr. — og því fór sem fór.
Osear Wilde var einn skemmtilegasti og á
köflum stórvitrasti snillingur í bókmcnntum